Fleiri fréttir

Conte til­búinn að leyfa Dele Alli að fara

Það virðist sem Antonio Conte sé sömu skoðunar og José Mourinho þegar kemur að Dele Alli, sóknarþenkjandi miðjumanni Tottenham Hotspur. Conte hefur ákveðið að leyfa Dele að fara frá félaginu í janúar, skiptir litlu máli hvort um sé að ræða lán eða sölu.

Rúnar skaut ÍBV á­fram

ÍBV lagði Fram í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri 29-25 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil.

Milos látinn fara frá Hammar­by

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, var í dag látinn taka poka sinn hjá sænska félaginu Hammarby. Milos hefur verið orðaður við norska stórliðið Rosenborg en viðræður sigldu í strand. Hann er nú án atvinnu.

Guðrún Brá og Haraldur Franklín kylfingar ársins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús voru valin kylfingar ársins af Golfsambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Guðrún Brá fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Haraldur fær hana.

Líkti Elínu Klöru við fyrirliða norska landsliðsins

Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu upp fyrri hluta Olís-deildar kvenna í sérstökum jólaþætti í gær. Þar fóru þær meðal annars yfir bestu frammistöðu tímabilsins til þessa.

Liverpool mætir Inter og Man. Utd. Atlético Madrid

Dregið var aftur í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Liverpool dróst gegn Inter, Manchester United gegn Atlético Madrid og þá eigast Real Madrid og Paris Saint-Germain við.

Agüero neyðist til að hætta

Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero, leikmaður Barcelona, mun á miðvikudag greina formlega frá því að hann sé hættur í fótbolta.

ÍBV landaði bolvíska markahróknum

Andri Rúnar Bjarnason, sem kvaddi Ísland sem einn þeirra sem deila markametinu í efstu deild í fótbolta, verður með í deildinni á nýjan leik næsta sumar, sem leikmaður ÍBV.

Dregið aftur í Meistaradeildinni

Dregið verður aftur í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Búið er að ógilda dráttinn sem fór fram í morgun.

Maradona slagur í Evrópudeildinni

Verkefnið verður ekki mikið léttara fyrir Börsunga þótt að þeir séu að spila í Evrópudeildinni en ekki í Meistaradeildinni eftir áramót.

Mögulega dregið aftur eftir klúður varðandi Man. Utd

Mistök virtust eiga sér stað í beinni útsendingu frá því þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið en mögulegt er að dregið verði að nýju.

Uppfært: Drátturinn sem úrskurðaður var ógildur

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með liðum Manchester United og PSG. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi dag.

Einn af tólf ára guttunum sem stofnuðu HK á sínum tíma

Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta.

Kínverjar drógu sig úr keppni vegna smits

Kínverska kvennalandsliðið í handbolta dró sig úr keppni síðastliðinn föstudag á HM sem fram fer á Spáni um þessar mundir eftir að einn leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur

Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum.

Mbappé sá um Monaco

Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain er liðið vann 2-0 heimasigur gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Inter á toppinn en Napoli missteig sig

Ítalíumeistarar Inter lyftu sér á topp Serie A með öruggum 4-0 sigri gegn Cagliari í kvöld, en Napoli mistókst að koma sér í annað sæti deildarinnar er liðið tapaði 0-1 gegn Empoli.

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Spánverjar og Danir tryggðu sér sigur í milliriðlunum

Spánn og Danmörk tryggðu sér sigur í milliriðlum þrjú og fjögur á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með sigrum í leikjum sínum í kvöld. Danir fóru illa með Þjóðverja og unnu 16 marka sigur og Spánverjar unnu sterkan þriggja marka sigur gegn Brasilíu.

Kristján Örn skoraði níu í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik í liði PAUC Aix er liðið vann öruggan sjö marka sigur gegn St. Raphael í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-25.

Kvörtunum Mercedes vísað frá

Opinberum kvörtunum Mercedes til alþjóðakappaksturssambandssin FIA, sem snúa að úrslitum lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1 þar sem Max Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Lewis Hamilton, hefur verið vísað frá.

Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri.

Crystal Palace snéri aftur á sigurbraut

Eftir fjóra leiki í röð án sigurs vann Crystal Palace langþráðan 3-1 sigur er liðið tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Alfons norskur meistari með Bodø/Glimt

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér í dag norska deildarmeistaratitilinn með öruggum 0-3 útisigri geg botnliði Mjøndalen í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir