Handbolti

Púertó Ríkó vann uppgjör margrasskelltu liðanna á HM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nathalys Ceballos skoraði þrettán mörk í leiknum í dag.
Nathalys Ceballos skoraði þrettán mörk í leiknum í dag. EPA-EFE/Manuel Lorenzo

Púertó Ríkó tryggði sér fimmta sætið í milliriðli tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur á Kasakstan, 30-27, í lokaleik liðanna á mótinu.

Bæði Púertó Ríkó og Kasakstan hafa sett mikinn svip á mótin með því að tapa flestum leikjum sínum mjög stórt. Bæði liðin voru búin að tapa öllum leikjum sínum í milliriðlinum, Kasakstan var með -130 í markatölu úr fjórum leikjum en Púertó Ríkó -137.

Púertó Ríkó var kannski með verri markatölu en liðið var sterkari á svellinum í dag í annars jöfnun leik.

Púertó Ríkó var 13-11 yfir í hálfleik en Kasakstan komst í 23-21 í seinni hálfleik. Stelpurnar frá Púertó Ríkó tryggðu sér sigurinn með því að vinna lokakaflann 9-4.

Nathalys Ceballos átti stórleik en hún skoraði þrettán mörk úr aðeins fjórtán skotum. Hún gaf einnig fimm stoðsendingar og þá var liðsfélagi hennar, Sheila Hiraldo, með tíu stoðsendingar og fimm mörk.

Pólland vann á sama tíma sex marka sigur á Svartfjallalandi, 33-27, í milliriðli eitt en hvorugt liðið átti möguleika á að komast áfram í átta liða úrslitin.

Pólsku stelpurnar eru komnar með fjögur stig en lið Svartfjallaland fékk ekki eitt stig í milliriðlinum.

Angóla tryggði sér jafnframt sæti í úrslitaleik Forsetabikarsins eftir 41 stigs sigur á Úsbekistan, 52-11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×