Fleiri fréttir

Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark

„Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Þjóðverjar komnir á HM í átjánda sinn

Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimović tryggði Svíum annað sætið með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Robin van Persie bætti hollenska markametið

Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.

Bendtner kláraði næstum því Ítala á Parken

Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken í undankeppni HM 2014 í í kvöld. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og farseðil til Brasilíu næsta sumar.

Jakob með 24 stig í seinni hálfleik í sigri Drekanna

Íslensku landsliðsmennirnir í liði Sundsvall Dragons voru mennirnir á bak við þriggja stiga útisigur á Solna Vikings, 93-90, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Drekarnir fengu 49 stig, 16 fráköst og 13 stoðsendingar frá Íslendingunum sínum en enginn þeirra var betri en Jakob Örn Sigurðarson sem var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum.

Slóvenar áfram á sigurbraut - Svisslendingar komnir á HM

Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu.

Öruggur sigur Englendinga á Wembley

Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley.

Belgar komnir á HM - Lukaku með bæði mörkin

Belgía tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu með því að vinna 2-1 útisigur á Króatíu í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli. Belgum nægði bara jafntefli en hafa nú átta stiga forskot á Króatíu þegar aðeins einn leikur er eftir.

Leifur tekur upp flautuna á ný

Skólastjórinn Leifur Garðarsson hefur tekið upp dómaraflautuna á ný en hann dæmdi leik Hamars og ÍA í 1. deild karla í körfubolta í gær.

Armenar hjálpuðu Dönum - spennuleikur á Parken í kvöld

Armenía vann 2-1 sigur á Búlgaríu í dag í undankeppni HM og þessi úrslit koma sér vel fyrir Dani sem eru að berjast við Búlgara (og Armeníu) um annað sætið í B-riðlinum. Ítalir hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Búlgarar voru með eins stigs forskot á Dani fyrir leiki dagsins.

Cleverley ekki með Englendingum í kvöld

Tom Cleverley, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, verður ekki með enska liðinu gegn Svartfellingum í kvöld og missir einnig af leiknum gegn Pólverjum á þriðjudagskvöldið vegna meiðsla.

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM. Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir. Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Mætum tímanlega og leggjum löglega

Knattspyrnusamband Íslands hvetur allar til að mæta tímalega á leik Íslands og Kýpur í kvöld og leggja ökutækjum sínum löglega.

Gunnlaugur mun ræða við Garðar um framtíð hans hjá ÍA

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í þessum mánuði mun framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar vera í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni.

Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014

Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri.

Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar

Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð.

Lars: Er bjartsýnn á að halda áfram með landsliðið

"Ég veit í raun ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, í samtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann stöðvar 2, í gær en framtíð hans með liðið var til umræðu.

Ísland á HM? | Leikskráin fyrir Ísland - Kýpur

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því Kýpverska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld en liðið getur enn unnið sér inn sæti í umspil um laust sæti í lokakeppninni.

Þrjú met í sjónmáli í kvöld

Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni HM 2014 og íslensku strákarnir geta sett þrjú "Íslandsmet“ með sigri auk þess að verða skrefi nær því að komast til Brasilíu næsta sumar.

Okkar strákar eru aðalmarkaskorarar E-riðilsins

Íslenska karlalandsliðið er með fjórtán mörk í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni HM 2014 og er markahæsta liðið í riðlinum ásamt toppliði Sviss sem hefur einnig skorað fjórtán mörk. Það er gaman að skoða listann yfir markhæstu leikmenn riðilsins því þar eru íslensku strákarnir afar áberandi.

Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur

Framarar hafa farið virkilega vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er skipað ungum og efnilegum heimamönnum og fékk góðan liðsstyrk frá Danmörku en markvörður liðsins hefur slegið í gegn.

Skagaliðið var brothætt í sumar

Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu og mun því Skagamaðurinn stýra liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. Gunnlaugur kom HK upp í fyrstu deild í sumar eftir sigur í 2. deildinni en nú er hann kominn heim.

Ekkert hatur á Laugardalsvellinum á morgun

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir á morgun Kýpur í undankeppni HM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll en það seldist upp á leikinn fyrir löngu. Íslenska liðið getur stigið skref í átt að því að komast á HM í Brasilíu með sigri.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla

Dominos-deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur kvöldsins fór fram í Röstinni þar sem meistaraefnin í KR lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur.

Norska knattspyrnusambandið hótar TV 2 lögsókn

Noregur og Ísland mætast í lokaleik sínum í undankeppni HM á Ullevaal-leikvanginum á þriðjudaginn kemur. Norska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri ákvörðun TV2 sjónvarpsstöðvarinnar að sýna leikinn á hliðarrás. Forráðamenn sambandsins hafa gengið svo langt að hóta sjónvarpstöðinni lögsókn.

Atli og Guðmann framlengdu við FH

Stuðningsmenn FH fengu góð tíðindi í dag þegar þeir Atli Guðnason og Guðmann Þórisson skrifuðu undir nýjan samning við félagið.

Indriði Áki framlengir við Val

Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2016. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Mögnuð endurkoma gegn Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta náði í stig á móti Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

Gylfi verður að halda sig í treyjunni

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun og þar kom hann inn á gulu spjöldin og hættu leikmanna liðsins að fara í bann í lokaleiknum út í Noregi.

Sjá næstu 50 fréttir