Íslenski boltinn

„Fásinna að verja 100 milljónum í stúkuna á Þórsvelli“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, er ekki sáttur við þá kröfu að Þórsarar þurfi að koma upp þaki yfir stúku sína norðan heiða.

Þórsarar voru á undanþágu hjá Knattspyrnusambandi Íslands í sumar vegna þaksleysis. Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ þurfa lið í efstu deild á Íslandi að hafa stúku með þaki.

„Í mínum huga er algjör fásinna að setja þak sem kostar um 100 milljónir króna á stúkuna við Þórsvöll. Víða annarsstaðar er meiri þörf fyrir peninga í íþróttir í bæjarfélaginu,“ segir Geir Kristinn við vefsíðuna Norðursport.net.

Akureyrarbær hefur varið miklum fjármunum undanfarin ár í viðbætur á Akureyrarvelli og lagningu gervigrasvallar hjá KA. Geir Kristinn segir KSÍ þurfa að ákveða næsta skref.

„Mín skoðun er sú að KSÍ eigi að styðja félögin og bæjarfélögin í landinu í baráttu gegn þessum kröfum. Það er algjört brjálæði fyrir svona lítil sveitarfélög að standa í svona framkvæmdum, svona byggingar eiga ekki við hjá okkur. Ekkert vit er í samanburði á Þór og KA annarsvegar og svo stórum liðum úti í Evrópu hins vegar,“ segir Geir Kristinn við Norðursport.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×