Fleiri fréttir

Bellamy tryggði Cardiff þrjú stig

Heiðar Helguson var í byrjunarliði Cardiff og Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður þegar liðið lagði Leicester 1-0 á útivelli í Championship-deildinni.

Vonandi kem ég fólki á óvart

Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn.

Ólafur svaraði kalli Arons

Ólafur Stefánsson er í 23. manna hópnum fyrir HM á Spáni sem landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tilkynnti í gær.

Vélmenni þurfa líka að fara í viðgerð

"Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki með í þetta sinn því ég tel að það sé mikilvægara fyrir mig og landsliðið að ég nái mér góðum og komi þá enn sterkari til leiks í framtíðinni," segir Alexander Petersson, sem glímt hefur við meiðsli á öxl í langan tíma.

Fær aldrei frí á jólunum

Kobe Bryant hjá NBA-liðinu Los Angeles Lakers mun bæta eigið met á jóladag þegar hann spilar sinn fimmtánda leik á þessum hátíðardegi. Hann vantar aðeins 29 stig til að bæta stigametið á þessum degi.

Formaður SVFR: Netaveiði er tímaskekkja

"Það er mín skoðun að það sé tímaskekkja að draga net fyrir neðan margar af bestu laxveiðiám landsins," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Santa Cruz skoraði tvö í sigri á Real Madrid

Real Madrid missteig sig enn eina ferðina í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið sótti Malaga heim í kvöld. Stjörnuliðið frá Madrid beið lægri hlut 3-2.

Messi með 91. markið í sigri Barcelona

Lionel Messi skoraði sitt 91. mark á árinu 2012 þegar Barcelona vann 3-1 útisigur á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arsenal í þriðja sætið eftir nauman sigur á Wigan

Mikel Arteta skoraði sigurmark Arsenal úr vítaspyrnu þegar liðið heimsótti Wigan í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum komst Arsenal upp í 3. sæti deildarinnar tímabundið hið minnsta.

Barry tryggði City sigur | Öll úrslitin í ensku úrvalsdeildinni

Gareth Barry tryggði Manchester City þrjú stig með marki á ögurstundu gegn botnliði Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlton Cole skoraði og sá rautt í tapi West Ham gegn Everton. Þá náði Tottenham aðeins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Stoke.

Írakar velja á milli Sven-Göran og Maradona

Diego Maradona hefur sýnt því mikinn áhuga á að gerast landsliðsþjálfari hjá Írak en svo gæti farið að Svíinn Sven-Göran Eriksson "steli" starfinu af honum.

Hermann sá rautt í handboltaleik Eyjaliðanna

Kempurnar í ÍBV B undir stjórn bæjarstjórans Elliða Vignissonar urðu að játa sig sigraða gegn ÍBV í miklu Eyjauppgjöri í Símabikarnum í kvöld. Þetta var lokaleikurinn í sextán liða úrslitum keppninnar.

Jóhann og félagar steinlágu á heimavelli

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar sitja sem fastast í tólfta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir tap, 0-3, á heimavelli gegn Twente.

Öruggur sigur hjá Magdeburg

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg styrktu stöðu sína í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Drekarnir verða á toppnum yfir jólin

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld með góðum heimasigri og verður því á toppnum yfir jólin.

Frábær sigur hjá Pescara

Birkir Bjarnason og félagar í ítalska liðinu Pescara komust upp úr fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann dramatískan sigur 2-1 sigur á Catania.

Rodgers: Sterling má ekkert fara að slaka á

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur varað ungstirnið Raheem Sterling við því að það verði ekkert hægt að hafa það huggulegt þó svo hann sé búinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið.

Benitez orðaður við Real Madrid

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, er ekki til í ræða neitt hvað verður þegar samningur hans við Chelsea rennur út næsta sumar.

Í Evrópubann vegna fjármálaóreiðu

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er farið að taka hart á félögum þar sem fjármálin eru í óreiðu. UEFA er nú búið að refsa níu félögum harkalega vegna fjármálaóreiðu.

Hornfirðingar fá knatthús

Á morgun verður nýtt fjölnota knatthús á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins.

Toure knattspyrnumaður ársins í Afríku

Yaya Toure, miðjumaður Man. City, hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku. Þetta er í annað sinn sem Toure hreppir þessi verðlaun en hann vann einnig í fyrra.

Guðmundur Guðmundsson: Tek ekki þátt í umræðu manna úti í bæ

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla.

Maradona ætlar með Írak á HM

Diego Maradona þykir líklegur til þess að verða næsti landsliðsþjálfari Íraka í knattspyrnu. Hann ætlar sér að koma Írökum í lokakeppni HM árið 2014.

Sjá næstu 50 fréttir