Fleiri fréttir

Cahill: Hefði ekki dugað til að slá dóttur mína niður

Gary Cahill varnarmaður Chelsea var allt annað en ánægður með Emerson leikmann Corinthians eftir leik liðanna í úrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða í morgun. Cahill fékk rautt spjald fyrir að sparka til Emerson undir lok leiksins.

Powerade-bikarinn í körfu: Snæfellingar komu fram hefndum

Fimm félög tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í dag og í kvöld. Stjarnan, Keflavík og Njarðvík áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leikjum en það var meiri spenna í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og í Röstinni í Grindavík.

Dagur að skoða tvo Haukastráka

Tjörvi Þorgeirsson og Árni Steinn Steinþórsson leikmenn Hauka í N1 deild karla í handbolta eru farnir til æfinga hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og íslenska landsliðsins við Vísi nú í kvöld.

Wilshere hyggst framlengja við Arsenal

Fréttir úr herbúðum Arsenal herma að enski miðvallarleikmaðurinn Jack Wilshere muni framlengja samning sinn við félagið á næstu tveimur vikum.

Kiel marði Wetzlar í endurkomu Arons

Aron Pálmarsson snéri aftur í lið Kiel sem sigraði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aron skoraði 4 mörk, öll í fyrri hálfleik og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Svartfjallaland Evrópumeistari kvenna

Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð.

Villas Boas: Áttum sigurinn skilinn

Bæði Andre Villas-Boas stjóri Tottenham og Michael Laudrup þjálfari Swansea voru ánægðir með frammistöðu síns liðs þegar Tottenham vann viðureign liðanna 1-0 fyrr í dag.

Enn versnar staða Grosswallstadt

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið fékk Lübbecke í heimsókn. Gestirnir unnu eins marks sigur 24-23 í hörkuleik.

Birkir lék allan leikinn í stórtapi á San Siro

AC Milan skellti Pescara 4-1 á heimavelli sínum í ítölsku A-deildinni í dag. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Pescara og lék allan leikinn en yfirburðir Milan í leiknum voru miklir.

Markalaust á The Hawthorns

West Brom og West Ham gerðu markalaust jafntefli á heimavelli West Brom í síðdegis leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ungversku stelpurnar unnu bronsið eftir framlengingu

Ungverjaland tryggði sér þriðja sætið á EM kvenna í handbolta í Serbíu eftir 41-38 sigur á heimakonum í Serbíu í framlengdum bronsleik í Belgrad í dag. Noregur og Svartfjallaland spila til úrslita seinna í dag.

Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu - Edin valin best

Noregur og Svartfjallaland mætast á eftir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í Serbíu en í dag var tilkynnt um hvaða leikmenn komust í úrvalslið mótsins. Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og Svartfjallaland tvo alveg eins og gestgjafar Serbíu.

Alfreð skoraði í tapleik

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora fyrir Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð skoraði úr vítaspyrnu í 3-1 tapi gegn Utrecht á útivelli í dag.

Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu.

Sir Alex: Ég kaupi engan í janúar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn sinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Hann staðfesti þetta í viðtali við Mail on Sunday.

Portland ætlaði aldrei að velja Jordan

Að mati flesta körfuboltaáhugamanna þá eru það ein stærstu mistök sögunnar þegar Portland Trailblazers valdi Sam Bowie frekar en Michael Jordan í nýliðavali NBA-deildarinnar 1984.

NBA: Níu sigrar í röð hjá Los Angeles Clippers

Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.

Dregið í umspil HM í hádeginu - hverjar fá íslensku stelpurnar?

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í pottinum í hádeginu þegar dregið verður fyrir umspil um átta laus sæti á Heimsmeistarakeppninni í Serbíu sem fer fram í desember 2014. Drátturinn fer fram í Belgrad í Serbíu og hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma.

Leikmenn Tottenham fóru í keppni um besta piparkökuhúsið

Nokkrir leikmenn Tottenham voru í jólaskapi á dögunum þeir ákváðu að taka þátt í keppni um besta piparkökuhúsið en okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson var þó hvergi sjáanlegur í þessari skemmtilegu keppni. Tottenham birti myndband með keppninni inn á Youtube-síðu félagsins.

Allan Simonsen varð sextugur í gær

Allan Simonsen er einn allra farsælasti fótboltamaður Dana frá upphafi en hann sannaði það heldur betur á sínum tíma að margur er knár þótt að hann sé smár. Simonsen hélt upp á sextugtsafmælið sitt í gær en hann er fæddur 15. desember 1952.

Messi vann einvígið við Falcao

Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1.

Glæsimark Guðlaugs Victors á móti toppliði PSV

Guðlaugur Victor Pálsson tryggði NEC Nijmegen 1-1 jafntefli á móti toppliði PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann jafnaði leikinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað mark Guðlaugs Victors í 11 leikjum með NEC.

Klose kláraði Internazionale í kvöld

Þjóðverjinn Miroslav Klose tryggði Lazio 1-0 sigur á Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok.

Jón Arnór góður í fjórða heimasigri CAI Zaragoza í röð

Jón Arnór Stefánsson hélt upp á kjör sitt sem Körfuboltamaður ársins á Íslandi með því að eiga góðan leik í öruggum 18 stiga heimasigri CAI Zaragoza á Unicaja, 82-64, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Eiður Smári fékk rautt spjald í botnslagnum

Eiður Smári Guðjohnsen var rekinn af velli sjö mínútum fyrir leikslok þegar Cercle Brugge gerði 1-1 jafntefli á útivelli í kvöld á móti Lierse í botnslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Strákarnir hans Dags björguðu andlitinu í seinni hálfleik

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin voru komnir í slæm mál í leik á móti Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en tókst að tryggja sér 28-23 sigur með frábærum seinni hálfleik. Gummersbach er í hópi neðstu liða deildarinnar og var aðeins búið að vinna fjóra af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.

Snorri Steinn og félagar aftur á sigurbraut

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold unnu sex marka sigur á Holte, 25-19, í dönsku b-deildinni í handbolta í dag en GoG er áfram með öruggt forskot á toppi deildarinnar. Holte er í 11. sæti.

Fyrsti sigurinn í 48 daga hjá Jóhanni Berg og félögum

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið vann 2-1 útisigur á Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var langþráður sigur hjá AZ-liðinu sem vann síðasta deildarleik 28. október.

Adel Taarabt: Mikil gleði

Adel Taarabt skoraði bæði mörk Queens Park Rangers í 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Taarabt og félagar fögnuðu vel í leikslok.

Leikmenn Bobcats segja að Jordan gæti enn spilað í NBA

Michael Jordan er einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og átti frábæran og sigursælan feril í NBA-deildinni. Hann verður fimmtugur í febrúar og er kemur nú að NBA-deildinni sem eigandi Charlotte Bobcats liðsins. Jordan lætur alltaf sjá sig við og við á æfingum liðsins.

Svartfjallaland í úrslitaleikinn á öðru stórmótinu í röð

Norðmenn mæta Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu eftir að Svartfellingar unnu dramatískan eins marks sigur á Serbíu, 27-26, í seinni undanúrslitaleiknum í Belgrad í kvöld. Norðmenn unnu 11 marka sigur á Ungverjum í fyrri undanúrslitaleik dagsins og geta unnið fimmta Evrópumeistaratitilinn í röð á morgun.

Ferguson: Við vorum frábærir í klukkutíma

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn vinna 3-1 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og ná aftur sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Íslendingaliðin töpuðu bæði í ensku b-deildinni

Þetta var ekki góður dagur fyrir Íslendingaliðin í ensku b-deildinni því Cardiff City og Wolves töpuðu bæði í leikjum sínum í dag. Cardiff er samt áfram á toppnum þar sem að Crystal Palace missti niður tveggja marka forystu í sínum leik.

Valskonur í miklu stuði á móti Njarðvík

Valskonur endurheimtu fjórða sætið í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi 39 stiga stórsigur á Njarðvík, 95-56, í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var síðasti leikurinn í kvennakörfunni fyrir jólafrí.

Mancini: Við hefðum getað skorað sex eða sjö mörk

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var ánægður með sína menn eftir 3-1 útisigur á Newcastle í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. City minnkaði með því forskot Manchester United á toppnum í þrjú stig.

Þórir og norsku stelpurnar ekki í vandræðum með Ungverja

Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í úrslitaleik Evrópumótsins í Serbíu eftir sannfærandi ellefu marka sigur á Ungverjalandi, 30-19, í undanúrslitaleik þjóðanna í Belgrad í dag. Norska liðið mætir annaðhvort Serbíu eða Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir