Handbolti

Enn versnar staða Grosswallstadt

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið fékk Lübbecke í heimsókn. Gestirnir unnu eins marks sigur 24-23 í hörkuleik.

Jafnt var á öllum tölum framan af leik en á átta síðustu mínútum fyrri hálfleik náði Lübbecke þriggja marka forystu  en staðan í hálfleik var 15-12.

Grosswallstadt var að elta allan seinni hálfleikinn. Lübbecke náði mest sex marka forystu 22-16 þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður.

Hægt og rólega náðu heimamenn að minnka forystu gestanna og þegar 51 sekúnda var eftir minnkaði Oliver Köhrmann muninn í eitt mark 24-23. Grosswallstadt náði boltanum og fór í sókn þegar fimmtán sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin og er því enn í næst neðsta sæti deildarinnar með 5 stig, tveimur stigum á eftir Neuhausen.

Lübbecke er í 10 sæti deildarinnar eftir sigurinn með 14 stig.

Chen Pomeranz skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt og Michael Thiede 4. Sverre skoraði ekki en fékk einu sinni tvær mínútur.

Dennis Wilke skoraði 8 mörk fyrir Lübbecke og Arne Niemeyer 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×