Fleiri fréttir

Þessar þjóðir gætu orðið mótherjar íslensku stelpnanna

Á morgun verður dregið í umspil fyrir Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta 2013 en keppnin fer fram í Serbíu í lok næsta árs. EHF hefur gefið það formlega út að íslenska landsliðið verði í neðri styrkleikaflokknum.

Reina: Ég á vonandi mín bestu ár eftir hjá Liverpool

Pepe Reina, markvörður Liverpool, missti úr sjö leiki í byrjun tímabilsins vegna meiðsla en hefur verið að spila vel að undanförnu. Reina er nú búinn að halda fjórum sinnum hreinu í síðustu sjö leikjum.

Hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá FH

Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.

Dönsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið

Danska kvennalandsliðið náði fimmta sætinu á EM kvenna í handbolta í Serbíu eftir tveggja marka sigur á Rússlandi, 32-30, í leiknum um fimmta sætið í Belgrad í dag en seinna í dag fara fram undanúrslitaleikir keppninnar.

Manchester City nú bara þremur stigum á eftir United

Manchester City minnkaði forskot nágrannanna í Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í þrjú stig með því að vinna sannfærandi 3-1 sigur á Newcastle á St. James Park í hádegisleiknum í enska í dag.

Leikmaður Noregs og þjálfari Ungverja eru ekki lengur í sambandi

Noregur og Ungverjaland mætast í dag í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta sem fer fram í Serbíu. Fyrir leikinn hafa norskir fjölmiðlar verið uppteknir af sambandi línumannsins Heidi Löke og Karl Erik Böhn, norskum þjálfara ungverska landsliðsins.

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Thunder og Lakers-liðið vann leik

Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando.

Stefni á að setja eitt með skalla

Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum úr Swansea í enska boltanum um helgina. Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri liðsins, virðist hafa trölltrú á íslenska landsliðsmanninum þegar kemur að skallatækni hans í vítateignum.

I hope I got the right one!

Ekki er öruggt að lax sem leiðsögumaður bandarískrar konu landaði fyrir hana í Víðidalsá hafi verið nákvæmlega sá sem konan veiddi. Um þetta má lesa í bók um Víðidalsá og Fitjá.

HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka

Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir.

Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið.

38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona

Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn.

Skortur á örvhentum skyttum

Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri.

Casillas færi í frí með Ronaldo

Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid.

LeBron fékk fleiri atkvæði en Kobe

Það er byrjað að kjósa í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem er mikil vinsældakosning. NBA-deildin hefur nú gefið út hvernig fyrsta umferð í kjörinu fór. Þar eru kunnugleg nöfn að vanda.

Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins

Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld.

Tíu marka tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarssonar í Viborg HK töpuðu stórt á útivelli á móti Skjern Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Skjern Håndbold er eitt af sterkustu liðum deildarinnar og vann öruggan 34-24 sigur.

Auðvelt hjá Ljónunum - Stefán Rafn með 3 mörk

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan fimm marka heimasigur á TV 1893 Neuhausen, 30-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þeir voru þarna að mæta þriðja neðsta liði deildarinnar.

Pavel góður í sigri Norrköping

Pavel Ermolinskij átti fínan alhliða leik í tuttugu stiga útisigri Norrköping Dolphins á Jämtland Basket, 91-71, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping komst þar aftur á sigurbraut eftir tvö deildartöp í röð.

Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu.

FIFA mun ekki staðfesta met Messi

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum.

Nemanja Vidic aftur með United um helgina

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic verði í leikmannahópi hans á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Biðlað til Ólafs Stefánssonar

Ekki er loku fyrir það skotið að Ólafur Stefánsson leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM á Spáni í janúar.

Cannavaro líklegur til að taka við ítalska landsliðinu

Fabio Cannavaro er sagður vera líklegastur eins og staðan er í dag til að taka við af Cesare Prandelli sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir HM 2014. Cannavaro, sem var fyrirliði ítala þegar þeir sigruðu á HM 2006, hefur mikinn áhuga á þjálfun og fær full þjálfararéttindi í júní á næsta ári.

Ólafur Björn í 21. sæti í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, hafnaði í 21. sæti á Disney Lake Buena Vista golfmótinu sem lauk í Flórídafylki í Bandaríkjunum í gær.

Uppaldir KR-ingar skoruðu 96 af 102 stigum liðsins

Karlalið KR í körfubolta vann góðan útisigur á Skallagrími í Domino's-deildinni í gærkvöldi 102-90. Athyglisvert er að af 102 stigum KR-inga skoruðu uppaldir leikmenn Vesturbæjarliðsins 96 þeirra.

NBA í nótt: Carmelo fór á kostum - Lakers tapaði fjórða leiknum í röð

New York Knicks hafði betur í stórleik NBA deildarinnar í nótt þegar liðið lagði LA Lakers 116-107. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. Anthony snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 20 stig í fyrsta leikhluta.

Hjörtur Logi: Þarf að fá að spila

Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson er á förum frá sænska félaginu IFK Göteborg í janúar. Félagið ætlar sér að kaupa nýjan mann í hans stað og samkomulag er á milli hans og félagsins að hann fái að fara annað.

Aldrei áður þurft að sitja á bekknum

Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Euroleague eftir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í góum málum í sínum riðli.

Leggur ekki árar í bát

Sjómannslíf mun einkenna líf Birgis Leifs Hafþórssonar sem stefnir á að leika í Bandaríkjunum í vetur.

Messi og Kobe leika saman í auglýsingu

Kobe Bryant er einn frægastasti körfuboltamaður heimsins og Lionel Messi er einn frægasti fótboltamaðurinn í heimi og það vekur því vissulega mikla athygli þegar þessir tveir heimsfrægu íþróttamenn leika saman í auglýsingu.

Njarðvík vann í framlengingu í Keflavík - úrslitin í körfunni

Njarðvíkingar unnu dramatískan eins stigs sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 92-91, í framlengdum leik í 10. umferð Dominosdeildar karla í kvöld. Sex síðustu leikirnir fyrir jólafrí fóru þá fram og voru öll þrjú botnlið deildarinnar að bíta frá sér.

Serbía síðasta liðið inn í undanúrslitin á EM

Serbía varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem fer einmitt fram í Serbíu en keppni í milliriðlum lauk í kvöld. Noregur, Svartfjallaland og Ungverjalandi voru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum fyrir síðasta leikdag í milliriðlunum tveimur.

Sjá næstu 50 fréttir