Fleiri fréttir

Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður

John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin.

Leik AEK tvívegis frestað | Á leið í fjórðu deildina?

Fresta þurfti viðureign AEK Aþenu gegn OFI frá Krít í efstu deild gríska boltans í tvígang um helgina. Prentun miða fyrir leikinn, sem fram átti að fara í Aþenu, var ekki heimiluð vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið.

Eigandi knattspyrnufélags segir íþróttina vonlausa

Stuðningsmenn knattspyrnufélaga velta reglulega þeirri spurningu fyrir sér hversu miklir knattspyrnuunnendur ríkir eigendur félaga þeirra eru. Clive Palmer, eigandi Gold Coast United í áströlsku deildinni, tók af allan vafa um helgina.

Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma

Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig.

KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu.

Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana

Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum.

Iðjuleysi myndi gera út af við mig

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, stendur í ströngu þessa dagana. Hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann er í harðri samkeppni um mínútur inni á vellinum og í janúar fékk hann í fyrsta sinn á ferlinum að kynnast alvöru mótlæti með íslenska landsliðinu.

Yaya Toure gæti lagt landsliðsskóna á hilluna

Yaya Toure, leikmaður Manchester City, gat ekki staðfest það við fjölmiðla ytra hvort leikmaðurinn myndi aftur gefa kost á sér í landsliðverkefni Fílabeinsstrandarinnar í nánustu framtíð.

Þórir og félagar komust upp fyrir Füchse Berlin

Lið Þóris Ólafssonar, Kielce, komst í annað sæti B-riðlis Meistaradeildarinnar með sigri á Bjerringbro/Silkeborg. Füchse Berlin tapaði á sama tíma gegn toppliði riðilsins, Atletico Madrid. Berlin er í fimmta sæti riðilsins en Bjerringbro stigalaust á botninum.

Draumaumferð fyrir Ajax - toppliðin töpuðu bæði

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Ajax fór létt með NEC Nijmegen 4-1 á heimavelli en mörk Ajax gerðu Siem de Jong, Jan Vertonghen og Dmitri Bulykin gerði tvö.

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Spurs

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðinda að San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik i röð og Nets vann óvæntan sigur á Bulls.

Götze verður ekki seldur í sumar

Þýska ungstirnið Mario Götze hjá Dortmund er afar eftirsótt þessa dagana og leikmaðurinn er sterklega orðaður við Man. Utd og Juventus.

Ranieri neitar að hætta

Það er farið að hitna hraustlega undir Claudio Ranieri, þjálfara Inter, eftir þriðja tap Inter í röð. Þjálfarinn sjálfur hefur ekki í hyggju að segja starfi sínu lausu.

Juventus komið á toppinn

Juventus komst í kvöld í toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann flottan 3-1 heimasigur á Catania.

Löwen áfram eftir hörkuleik gegn GUIF

Rhein-Neckar Löwen er komið áfram í EHF-bikarnum eftir þriggja marka sigur, 39-36, á sænska liðinu GUIF í uppgjöri íslenskra þjálfara.

Tap hjá Sverre og félögum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt urðu að sætta sig við tap gegn Balingen í úrvalsdeildinni í kvöld.

Bikarinn til Keflavíkur - myndir

Karlalið Keflavíkur toppaði daginn fyrir Reykjanesbæ með því að vinna Powerade-bikar karla eftir hörkuleik gegn Tindastóli.

Villas-Boas óttast ekki um starf sitt

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að hvorki starf hans né tímabil Chelsea sé undir í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli. Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Birmingham í enska bikarnum í dag.

Arsenal úr leik í bikarnum eftir tap gegn Sunderland

Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal þessa dagana og í kvöld féll liðið úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Arsenal tapaði þá gegn Sunderland, 2-0, og Sunderland því komið í átta liða úrslit keppninnar.

Fögnuður Njarðvíkurstúlkna - myndir

Njarðvík vann magnaðan sigur á Snæfelli í úrslitum Poweradebikars kvenna í Laugardalshöll í dag. Njarðvík skrefi á undan og vel að titlinum komið.

Matthías átti stórleik með Start

Matthías Vilhjálmsson var ekki nema eina mínútu að koma sér á blað hjá sínu nýja félagi, Start. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start gegn Bryne í æfingaleik.

Sjá næstu 50 fréttir