Enski boltinn

Tíu leikmenn Stoke lögðu Crawley af velli

Stoke City er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir 0-2 útisigur á neðrideildarliði Crawley Town.

Það blés ekki byrlega fyrir Stoke framan af því Rory Delap var rekinn af velli eftir stundarfjórðungsleik. Afar harður dómur og í raun glórulaus.

Dómarinn gaf Stoke aftur á móti vítaspyrnu rétt fyrir hlé og úr henni skoraði Jon Walters.

Tíu leikmenn Stoke lentu aldrei í miklum vandræðum með neðrideildarliðið og Peter Crouch kláraði leikinn snemma í síðari hálfleik með laglegu skallamarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×