Fleiri fréttir

Lin-lestin fór út af teinunum | Kobe í stuði

Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89.

Ferskir vindar um Höllina

Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja

Hver vinnur hjá körlunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.

Hver vinnur hjá konunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins.

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Engin aðgerð og Alexander spilar innan fjögurra vikna

Þrátt fyrir að Alexander Petersson sé nú að glíma við þrálát og erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin vongóðir um að hann muni spila með liðinu á ný innan fjögurra vikna. Alexander hefur ekki kastað handbolta síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í síðasta mánuði.

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Eigandi LA Galaxy vill kaupa Tottenham

Svo gæti farið að Tottenham yrði selt á næstunni en afþreyingarfyrirtækið AEG er sagt ætla að gera 450 milljón punda tilboð í Lundúnaliðið.

Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði

Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes.

Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

Snorri Steinn: Titlarnir vinnast ekki á háttvísi

Snorri Steinn Guðjónsson hefur staðið í ströngu síðustu daga eftir að hann var rekinn útaf í 29-28 sigri AG Kaupmannahöfn á SönderjyskE fyrir að tefja leikmenn SönderjyskE að komast í lokasókn leiksins.

Taphrinan á enda - Helgi Már með 27 stig

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR enduðu fimm leikja taphrinu sína í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með ellefu stiga útisigri á botnliði ecoÖrebro, 91-80, í kvöld.

Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

Snorri Steinn dæmdur í tveggja leikja bann

Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með AG Kaupmannahöfn í tveimur næstu deildarleikjum liðsins eftir að danska sambandið dæmdi íslenska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann í dag. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja í lok leiks gegn SöndejyskE en hann kom í veg fyrir að SöndejyskE náði að komast í lokasóknina sína og AGK fagnaði í kjölfarið 29-28 sigri.

Petit: Wenger þarf að hreinsa út hjá Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Arsenal, er á því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þurfi að hreinsa hraustlega úr leikmannahópi félagsins ef hann ætli sér að vinna til verðlauna á nýjan leik.

Petrov ekur fyrir Caterham í stað Trulli

Rússneski ökuþórinn Vitaly Petrov sem var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili hefur nú gengið til liðs við Caterham og mun aka þar í ár í stað Jarno Trulli sem ekið hefur fyrir liðið frá því það kom fyrst til sögunnar árið 2010.

Mertesacker fór í aðgerð og verður lengi frá

Það er lítið um góðar fréttir í herbúðum Arsenal í þessari viku og til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós í dag að varnarmaðurinn Per Mertesacker verður lengi frá vegna meiðsla.

Lin tekur þátt í stjörnuhelginni

Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, mun taka þátt í stjörnuhelgi NBA-deildarinnar eftir allt saman. Búið er að bæta honum í hópinn í leik efnilegra leikmanna á uppleið.

Beckham vill fá Redknapp sem landsliðsþjálfara

Það fjölgar enn í hópi þeirra sem vilja að Harry Redknapp, stjóri Spurs, taki við enska landsliðinu af Fabio Capello. Nú hefur David Beckham lýst yfir stuðningi við Redknapp.

Tiger á að finna gamla þjálfarann | Trevino gefur Tiger góð ráð

Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja "hæ nágranni,“ sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni.

Nóg að gera í bókunum hjá Lax-Á fyrir sumarið

Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins.

Bikarúrslit KKÍ kvenna | Sverrir og Hildur

Nýtt félag mun hampa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik á morgun í Laugardalshöll. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast þar við en hvorugt liðið hefur farið alla leið í þessari keppni.

Bikarúrslit KKÍ karla | Bárður og Sigurður

Tindastóll og Keflavík eigast við í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á morgun, Poweradebikarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll frá Sauðárkróki kemst alla leið í úrslit en Keflvíkingar hafa 5 sinnum hampað titlinum. Hans Steinar Bjarnason ræddi við Bárð Eyþórsson þjálfara Tindastóls og Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur.

Mickelson heldur sínu striki | til alls líklegur á Masters

Phil Mickelson virðist vera í miklu stuði þessa dagana en bandaríski kylfingurinn er með fimm högga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn á Northern Trust-meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi. Mickelson fagnaði sigri á Pepple Beach s.l. sunnudag og er hann til alls líklegur fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið á Augusta sem fram fer 5.-8. apríl.

FH lánar Matthías til Noregs

Það er nú orðið ljóst að Matthías Vilhjálmsson leikur ekki með FH í sumar. Hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start í eitt ár.

Hiddink samdi við Anzhi

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er búinn að samþykkja að taka við hinu moldríka rússneska liði, Anzhi Makhachkala. Hiddink hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með tyrkneska landsliðið í nóvember.

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Aron Kristjáns: Malovic hefur gjörsamlega misst sjálfstraustið

Nemanja Malovic, hægri skytta karlaliðs Hauka í handknattleik, hefur átt afar erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Hann fór á kostum í fyrsta leik tímabilsins í haust gegn HK og gekk ágætlega framan af móti en svo hefur sigið á ógæfuhliðina.

McLeish skipað að læra af NFL-þjálfara

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, er nú staddur í Cleveland í Bandaríkjunum en honum var skipað að fara þangað til þess að læra af þjálfara NFL-liðsins Cleveland Browns, Pat Shurmur.

Forseti Úrúgvæ: Suarez er enginn kynþáttahatari

Luis Suarez, framherji Liverpool, fær stuðning úr mörgum áttum þrátt fyrir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í leikjum á móti Manchester United í vetur. Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, og neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir hittust aftur á dögunum.

Antonio Valencia frá í mánuð

Antonio Valencia verður ekkert með Manhester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist í kvöld í sigrinum á Ajax. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sir Alex Ferguson, stjóri United staðfesti slæmu fréttirnar í kvöld.

Þjálfari Napoli má ekki stýra liðinu gegn Chelsea

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, má ekki stjórna liði sínu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ítalska liðið mætir þar enska liðinu Chelsea. Mazzarri áfrýjaði tveggja leikja banni sínu en dómur aganefndar UEFA stendur.

Sjá næstu 50 fréttir