Handbolti

Björgvin Páll frábær er Magdeburg komst áfram á ævintýralegan hátt

Björgvin Páll var magnaður í kvöld.
Björgvin Páll var magnaður í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg eru komnir áfram í EHF-bikarnum eftir ævintýralegan sigur á króatíska liðinu, Nexe Nasice.

Magdeburg vann fyrri leik liðanna á heimavelli sínum, 33-31, og því ljóst að það yrði við ramman reip að draga á erfiðum útivelli í Króatíu.

Það kom líka á daginn. Magdeburg var nánast í ómögulegri stöðu, 16-21, þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir.

Þá hófst endurkoman rosalega sem endaði með því að Madgeburg tapaði aðeins með einu marki, 22-21. Þýska liðið fór því áfram á einu marki.

Björgvin Páll átti magnaðan leik. Varði 12 skot í fyrri hálfleik og hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Varði lykilskotið á örlagastundu sem síðan leiddi til marksins sem kom Magdeburg áfram í keppninni en það var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Gríðarleg dramatík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×