Fleiri fréttir

Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers

Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara.

Dalglish: Pepe Reina er besti markvörðurinn í deildinni

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er sannfærður um að góður varnarleikur liðsins muni spila aðalhlutverkið í að hjálpa liðinu að tryggja sér aftur sæti með fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn

Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar.

Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers

Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers.

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þórir: Ég á heilmikið í því sem áður hefur verið gert

Þórir Hergeirsson varð á sunnudagskvöldið fyrsti Íslendingurinn sem nær því að verða heimsmeistari í handbolta. Norska kvennalandsliðið hefur orðið bæði heims- og Evrópumeistari undir hans stjórn á síðustu tólf mánuðum og hann hefur verið í þjálfarateymi

Norsku tvíburasysturnar mikilvægar

Norsku tvíburasysturnar Kristine Lunde-Borgersen og Katrine Lunde Haraldsen voru lykilmenn í árangri norska kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu.

Norsku handboltalandsliðið hefur unnið tuttugu verðlaun frá 1986

Árangur norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur á undanförnum áratugum verið stórkostlegur. Gullverðlaunin á HM í Brasilíu eru tuttugustu verðlaun kvennalandsliðsins á stórmóti frá árinu 1986 þegar liðið vann til sinna fyrstu verðlauna – brons á HM.

Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji

Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21

Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum.

Villa fór í aðgerð í dag - læknar vongóðir um EM

David Villa, sóknarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, gekkst í dag undir aðgerð vegna fótbrotsins sem hann hlaut í leik liðsins gegn Al-Sadd í heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í síðustu viku.

Varaforseti AC Milan í viðræður við City

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, heldur á fimmtudaginn til Manchester-borgar í Englandi til að ræða við forráðamenn Manchester City um möguleg vistaskipti Carlos Tevez til Ítalíu.

Man. Utd hefur augastað á Eriksen

Man. Utd hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á Dananum Christian Eriksen sem spilar með Ajax. United er í meiðslavandræðum og gæti gert tilboð í leikmanninn í janúar.

Terry ekki alvarlega meiddur

Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag.

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City.

Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011

Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins.

Redknapp ætlar ekki að selja Pavlyuchenko

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur látið Rússann Roman Pavlyuchenko vita af því að hann fá ekki að fara frá félaginu í janúar. Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær.

Straumu kynnst við allar aðstæður

Íslenska stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði kemur nú út enn og aftur og er full af athyglisverðu efni að vanda. Meðal annars eru frásagnir af reynslu okkar af einstökum veiðisvæðum. Við gerum m.a. stans við Straumfjarðará og birtum hér frásögn af þeirri reynslu.

Söluskrá SVFR komin út

Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2012 er komin út og geta félagsmenn nú nálgast rafrænt eintak hennar á útgáfuvef SVFR

Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá

Nú hefur verið gengið frá nýjum 10 ára samningi um veiðirétt í Breiðdalsá við Veiðifélag Breiðdæla og er ánægjulegt að geta horft svo langt fram á veginn þar enda hefur gífurlegt uppbyggingarstarf verið framkvæmt þar undanfarin ár og áin sannað sig sem ein af bestu laxveiðiám landsins.

Miami byrjaði á því að bursta nágrannana í Orlando - Dallas tapaði

NBA-liðin eru byrjuð að spila æfingaleiki fyrir tímabilið sem hefst næsta sunnudag. Miami Heat lék í nótt sinn fyrsta leik á móti nágrönnum sínum á Flórída, Orlando Magic, og átti ekki í miklum vandræðum í 118-85 sigri. Oklahoma City vann líka NBA-meistara Dallas í nótt.

Þórir: Ótrúlega ánægður, stoltur og algjörlega búinn á því

Þórir Hergeirsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vera Heimsmeistari í handbolta þegar hann gerði norska kvennalandsliðið að meisturum á HM í Brasilíu. Norska liðið vann átta síðustu leiki sína í keppninni og úrslitaleikinn á móti Frökkum með átta marka mun, 32-34.

Klæddi Balotelli sig í jólasveinabúning og gaf peninga út á götu?

Menn eru farnir að trúa öllu upp á Mario Balotelli, framherja Manchester City, og það gekk skemmtileg saga um kappann um helgina. Balotelli átti þá að hafa klætt sig í jólasveinabúning, drifið sig niður í miðbæ Manchester og gefið hinum og þessum pening út á götu.

Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn

Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir.

Akureyri skellti Valsmönnum - myndir

Akureyringar eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum í N1-deild karla. Í gær vann liðið sterkan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda.

HM 2011: Myndband með tilþrifum norska liðsins og fögnuði Þóris

Þórir Hergeirsson fagnaði heimsmeistaratitli með norska landsliðinu í Brasilíu í kvöld þar sem Noregur hafði betur 32-24 í úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Þetta er þriðja stórmótið sem Þórir landar verðlaunum sem aðalþjálfari norska liðsins, bronsverðlaun á HM 2009, gullverðlaun á EM 2010 og gullverðlaun á HM 2011. Stöð 2 sport sýndi frá keppninni í Brasilíu og í myndbrotinu má sjá brot af tilþrifum norska liðsins og fögnuði íslenska þjálfarans sem er frá Selfossi.

Keane: Ferguson væri ekkert án manna eins og mín

Roy Keane tók því ekkert sérstaklega vel að Sir Alex Ferguson skyldi skjóta á sig eftir blaðamannafundinn í Basel um daginn. Keane svaraði fyrir sig fullum hálsi eins og búast mátti við.

KR marði Val | Tindastóll vann í Þorlákshöfn

Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þetta var lokaumferðin í deildinni fyrir jól. Stjarnan vann stórslaginn á meðan KR komst í hann krappann gegn Val.

HM 2011: Þórir og norsku stúlkurnar heimsmeistarar

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til sigurs á HM í Brasilíu í kvöld. Noregur vann Frakkland í úrslitaleiknum, 32-24. Frábær árangur hjá Þóri og norska liðinu.

Arenas veit hvað hann vill

Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð.

HM 2011: Spánn nældi í bronsið

Spánn tryggði sér bronsið á HM kvenna í Brasilíu í dag með sannfærandi sex marka sigri, 24-18, á Dönum. Jafnt var í leikhléi, 9-9.

Sjá næstu 50 fréttir