Handbolti

Norsku handboltalandsliðið hefur unnið tuttugu verðlaun frá 1986

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrine Lunde Haraldsen hefur verið með frá 2002.
Katrine Lunde Haraldsen hefur verið með frá 2002. Nordic Photos / AFP
Árangur norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur á undanförnum áratugum verið stórkostlegur. Gullverðlaunin á HM í Brasilíu eru tuttugustu verðlaun kvennalandsliðsins á stórmóti frá árinu 1986 þegar liðið vann til sinna fyrstu verðlauna – brons á HM.

Noregur hefur tvívegis sigrað á HM, fyrst árið 1999 þegar keppnin fór fram í Noregi. Evrópumeistaratitlarnir eru alls fimm en Norðmenn hafa unnið síðustu fjórar keppnir, 2004, 2006, 2008 og 2010. Ólympíumeistaratitillinn kom í hús í Peking í Kína árið 2008 í fyrsta sinn í sögu Norðmanna.

Þórir Hergeirsson hefur stýrt liðinu á þremur stórmótum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari eftir ÓL í Peking 2008. Íslendingurinn hefur varla getað byrjað betur með liðið, tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun eru uppskeran það sem af er.- seth

Árangur Noregs 1986-2011:

1986-1993

Sven-Tore Jacobsen, þjálfari

HM í Hollandi 1986 Brons

Ól í Seúl 1988 Silfur

HM í Suður-Kóreu 1990 6. sæti

Ól í Barcelona 1992 Silfur

HM í Noregi 1993 Brons

1994-2000

Marit Breivik, þjálfari

EM í Þýskalandi 1994 Brons

HM í Austurríki og Ungverjalandi 1995 4. sæti

ÓL í Atlanta 1996 4. sæti

EM í Danmörku 1996 Silfur

HM í Þýskalandi 1997 Silfur

EM í Hollandi 1998 Gull

HM í Danmörku og Noregi 1999 Gull

EM í Rúmeníu 2000 6. sæti

2001-2009

Marit Breivik, þjálfari

Þórir Hergeirsson, aðstoðarþjálfari

HM á Ítalíu 2001 Silfur

EM í Danmörku 2002 Silfur

HM í Króatíu 2003 6. sæti

EM í Ungverjalandi 2004 Gull

HM í Rússlandi 2005 9. sæti

EM í Svíþjóð 2006 Gull

HM í Frakklandi 2007 Silfur

ÓL í Peking 2008 Gull

EM í Makedóníu 2008 Gull

2009-2011

Þórir Hergeirsson, þjálfari

HM í Kína 2009 Brons

EM í Noregi og Danmörku 2010 Gull

HM í Brasilíu 2011 Gull




Fleiri fréttir

Sjá meira


×