Handbolti

Þórir: Ótrúlega ánægður, stoltur og algjörlega búinn á því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson fagnar með norsku stelpunum í gær.
Þórir Hergeirsson fagnar með norsku stelpunum í gær. Mynd/AFP
Þórir Hergeirsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vera Heimsmeistari í handbolta þegar hann gerði norska kvennalandsliðið að meisturum á HM í Brasilíu. Norska liðið vann átta síðustu leiki sína í keppninni og úrslitaleikinn á móti Frökkum með átta marka mun, 32-34.

Norska liðið er nú handhafi allra stóru titlana en norska kvennalandsliðið hafði ekki orðið Heimsmeistari í tólf ár eða síðan liðið vann á heimavelli árið 1999.

„Þetta sýnir hvað það býr mikið í þessu liði. Við vissum að við værum með lið í höndunum sem gæti gert frábæra hluti á góðum degi. Það er bæði nútíð og framtíð í þessu liði," sagði Þórir í sjónvarpsviðtali við TV 2.

„Þó að það búi mikið í þessu liði þá litum við alltaf svo á að það yrði afrek að komast í undanúrslitin," sagði Þórir hrærður og bætti við:

„Ég er ótrúlega ánægður, stoltur og algjörlega búinn á því. Þetta sýnir að það er allt mögulegt en þú trúir á það sem þú ert að gera," sagði Þórir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×