Fleiri fréttir

Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu

Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar.

Rúrik mætir liðsfélaga sínum í kvöld

Rúrik Gíslason verður væntanlega í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Noregi í kvöld en að öllum líkindum verður liðsfélagi hans frá OB í Danmörku settur gegn honum í norska liðinu.

Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni

Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan.

Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi

Sunnudaginn 4. September n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn.

Staðan í topp 10 ánum

Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga.

Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá

Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku!

Svartá öll að koma til

Síðasta holl í Svartá, sem lauk veiðum núna í dag, var með um 20 laxa á land. Stærstu laxarnir voru um 14 – 15 pund og einnig veiddist nokkuð af vænum urriða. Að sögn voru misvanir veiðimenn í hollinu og stóðu menn víst ekki stíft við veiðar.

Leiðir Blackburn og Diouf skiljast - allir ánægðir

Senegalinn El Hadji Diouf hefur verið leystur undan samningi hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Félagið komst að samkomulagi við Diouf þess efnis í gærkvöld og framherjinn getur hafið leit sína að nýju félagi.

Allir leikfærir í kvöld

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði í gær að hann ætti von á því að allir leikmenn liðsins yrðu klárir í slaginn gegn Noregi í kvöld.

Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum.

Hallgrímur: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló.

Leikmenn bera líka sök á genginu

Ísland mætir Noregi í undankeppni EM 2012 ytra í kvöld. Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, vorkennir Ólafi Jóhannessyni þjálfara fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið og segir að leikmenn beri líka sök.

Spánn, Þýskaland og Frakkland á sigurbraut á EM í körfu

Spánn, Þýskaland og Frakkaland héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfubolta í Litháen en annar leikdagur mótsins fór fram í dag. Serbía, Grikkland, Rússland, Slóvenía og Litháen hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína en liðin spila í fjórum sex liða riðlum.

Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal?

Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs.

Forráðamenn Porto pirraðir út í Chelsea

Það virðist hafa farið mikið í taugarnar á forráðamönnum Porto þegar enska knattspyrnufélagið Chelsea náði að landa Andre Villas-Boas, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðustu leiktíð.

Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið

Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti.

Jordan Henderson skoraði í stórsigri Englendinga á Aserum

Englendingar unnu 6-0 sigur á Aserbaídsjan í hinum leiknum í riðli íslenska 21 árs landsliðsins í undankeppni Em 2013. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og fyrirliði enska liðsins, skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur

Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur.

Peningarnir tala í knattspyrnunni

Ríkasta knattspyrnufélagið í heiminum, Manchester City, eyddi mest allra félaga á meðan félagsskiptaglugginn var opinn í sumar.

Messi verður nýr fyrirliði Argentínu

Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu, Alejandro Sabella, hefur skipað Lionel Messi sem nýjan fyrirliða landsliðsins, en hann tekur við bandinu af Javier Mascherano.

Guðmundur Reynir klárar tímabilið með KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun leika með félaginu út leiktíðina í Pepsi-deild karla, en Guðmundur er nú við æfingar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann.

FIA sátt við nýja Formúlu 1 braut í Indlandi

Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu.

Ólafur Bjarki verður áfram hjá HK

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson sem leikið hefur með HK í N1-deildinni undanfarinn ár hefur samið á ný við Kópavogsfélagið.

Guðjón Valur fór hamförum fyrir AG Köbenhavn

Guðjón Valur Sigurðsson var sjóðandi heitur í danska handboltanum í gær en lið hans AG Köbenhavn bar sigur úr býtum gegn Ringsted, 40-27, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Var Crouch neyddur til að yfirgefa Tottenham?

Samkvæmt enska veðmiðlinum the Mirror var Peter Crouch neyddur til að yfirgefa Tottneham Hotspurs í félagsskiptaglugganum í gær, en leikmaðurinn gekk í raðið Stoke City.

Kominn tími á erlendan þjálfara

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig

Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið.

Eiður Smári: Grikkir eru skemmtilega blóðheitir

Eiður Smári Guðjohnsen verður í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á móti Norðmönnum í undankeppni EM á morgun. Hann var í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 á æfingu liðsins sem fram fór á gamla heimavelli Stabæk í gær.

Sjá næstu 50 fréttir