Fleiri fréttir

Coates á leiðinni til Liverpool

Fjölmiðlar í Úrúgvæ staðhæfa að Liverpool hafi gengið frá kaupum á varnarmanninum Sebastian Coats frá úrúgvæska félaginu Nacional fyrir 6,5 milljónir dollara.

Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út

Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu var að koma út og hefur blaðið sjaldan verið jafn fullt af skemmtilegum greinum og nú. Í blaðinu má annars finna viðtal við Bo Hall, eða Björgvin Halldórsson um veiðidelluna, veiðistaðalýsing í Blöndu, viðtal við feðgana Sólmund Einarsson og Arne Sólmundsson svo að nokkuð sé nefnt.

Vatnsá og Skógará seinar í gang

"Við höfum verið að bíða eftir pistli frá Ásgeiri Ásmundssyni leigutaka Skógár og umsjónarmanni Vatnsár, en höfðum heyrt utan af okkur að veiðin hefði farið heldur seint í gang miðað við síðustu ár. Nú kom pistillinn og orðrómurinn kom á daginn.

Steven Lennon: Við getum bjargað okkur

Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum.

Warnock ánægður með að falla út úr deildabikarnum

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, gerði lítið úr tapi sinna manna gegn Rochdale í annarri umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Rochdale vann 2-0 sigur á Loftus Road og er komið í 3. umferð keppninnar.

Óvíst hvort Gylfi Einarsson getur spilað meira með Fylki á tímabilinu

Gylfi Einarsson hefur lítið spilað með Fylki að undanförnu en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Fylkismenn hafa verið í frjálsu falli í Pepsi-deildinni en þeir hafa verið duglegir að missa menn í leikbönn og meiðsli. Þar að auki fór Andrés Már Jóhannesson utan í atvinnumennsku.

Meiðslalistinn lengist hjá KR

Þónokkuð er um meiðsli í herbúðum KR en í fyrrakvöld urðu þrír leikmenn að fara meiddir af velli þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna.

Fallegustu mörkin sem fengu ekki að standa

Edinson Cavani skoraði stórglæsilegt mark með hjólhestaspyrnu í æfingaleik gegn Barcelona. Því miður fyrir Cavani var aðstoðardómarinn búinn að flagga til merkis um rangstöðu.

J.B. Holmes á leiðinni í heilaskurðaðgerð

Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með "Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni.

Moeys ætlar að nota Barkley sparlega

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segist ætla að passa vel upp á hinn 17 ára miðjumann Ross Barkley. Englendingurinn var eini ljósi punkturinn í 1-0 tapi Everton á heimavelli gegn QPR um síðustu helgi.

AG Kaupmannahöfn vann fyrsta titil tímabilsins

AG Kaupmannahöfn lagði Århus GF í viðureign dönsku meistaranna og bikarmeistaranna í Bröndby í kvöld. Lokatölurnar voru 30-27 Íslendingaliðinu í vil en liðið leiddi í hálfleik 16-10.

Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu

Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra.

Verkfalli verkamanna á Maracana-vellinum lokið

Brasilískir verkamenn sem unnið hafa að endurbótum á Maracana-vellinum í Ríó hafa snúið aftur til vinnu að loknu verkfalli. Verkamennirnir voru ósáttir við öryggi á vinnustaðnum og laun sín.

Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu

SVFR hefur í samstarfi við leigutaka Vatnasvæðis Lýsu ákveðið að lækka verð veiðileyfa það sem af er sumri. Nú má vænta þess að sjóbirtingur fari að láta sjá sig á svæðinu.

Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Lax ennþá að ganga í Borgarfirði

Lax er enn að ganga í Borgarfirði. Samkvæmt fréttum frá Daða Björnssyni sem fylgist með gangi mála í Straumunum er enn ágæt veiði á svæðinu.

Gaupahornið: Geir Ólafs og boltinn

Gaupahornið var á sínum stað í Pepsi-mörkunum í gær en í þetta sinn hitti Guðjón Guðmundsson á Geir Ólafsson, tónlistarmann og Valsara með meiru.

Zico tekur við landsliði Írak

Brasilíska goðsögnin Zico hefur samþykkt boð um að taka við knattspyrnulandsliði Íraka. Zico staðfesti þetta í samtali við Reuters fréttastofuna í gær.

Næst yngsta lið Ferguson frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið duglegur að yngja upp í leikmannahópi Manchester United á undanförnum árum. Liðið sem stillti upp gegn Tottenham í gær var það næst yngsta sem hann hefur teflt fram síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð.

Augnpot Mourinho tekið til rannsóknar

Spænska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á framgöngu Jose Mourinho í lok síðari viðureignar Barcelona og Real Madrid um spænska ofurbikarinn í síðustu viku. Mourinho stakk þá fingri í auga aðstoðarþjálfara Barcelona sem svaraði með því að slá til Mourinho.

Átti Árni markið þrátt fyrir allt?

Mikill ruglingur hefur verið um hver hafi skorað fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri liðsins á Fylki í gær. Líklegast var það rétt sem kom fram í upphafi - að Árni Vilhjálmsson hafi skorað markið.

Mata hafnaði Arsenal og Tottenham

Juan Mata, sem er við það að ganga til liðs við Chelsea, greinir frá því að hann hafi hafnað bæði Tottenham og Arsenal í sumar.

Pepsi-mörkin: Skrópaði Páll Viðar?

Páll Viðar Gíslason var ekki staddur á leik sinna manna í Þór er liðið tapaði fyrir FH í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Var það þrijði tapleikur Þórs í röð í deildinni.

Arsenal samþykkir tilboð City í Nasri

Arsenal hefur ákveðið að taka boði Manchester City í miðvallarleikmanninn Samir Nasri sem hefur verið þrálátlega orðaður við félagið í sumar.

Redknapp: Modric fer ekki neitt

Harry Redknapp hefur enn og aftur ítrekað að Luka Modric sé ekki á leiðinni til Chelsea. Hann verði um kyrrt hjá Tottenham.

1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss

Mikill lax er genginn upp fyrir Árbæjarfoss og þó nokkur lax mun vera kominn alla leið upp á Heiði / Bjallalæk, sem er efsta svæðið í Ytri Rangá. Mikill metnaður var settur í seiðasleppingar á efri svæðunum með það að markmiði að fá meira af laxi til að ganga upp á efri svæðin. Til að mynda var bætt við tveimur nýjum sleppitjörnum sleppt á svæðið og var 25.000 seiðum sleppt í hverja tjörn fyrir sig.

Kyrgiakos farinn frá Liverpool

Liverpool hefur staðfest að gríski varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos sé farinn frá félaginu og sé genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg. Þýska félagið þurfti ekkert að greiða fyrir kappann.

Sjá næstu 50 fréttir