Fleiri fréttir

NBA: Sigrar hjá Miami og Lakers

Bæði LA Lakers og Miami Heat voru á sigurbraut í nótt þegar deildarkeppni NBA-deildarinnar hófst á ný eftir stjörnuleikjarhléið.

Fjölnisstelpurnar ekki búnar að segja sitt síðasta - myndir

Kvennalið Fjölnis vann mikilvægan sigur á Snæfelli í gær í baráttunni fyrir sæti sínu í Iceland Express deild kvenna. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í B-deildinni en eftir hann eru Fjölnir og Grindavík jöfn að stigum i tveimur neðstu sætunum.

Leynilisti Leifs þjálfara lak út

Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li

Arsenal að "stela" öðrum Fabregas frá Barcelona

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Arsenal sé á leiðinni að fá til sín efnilegan miðjumann frá Barcelona og segja þetta minna mikið á það þegar Arsenal-menn nældu í Cesc Fabregas á sínum tíma. Joan Toral er sextán ára miðjumaður sem hefur verið í unglingaliði Barcelona í mörg ár en hann vill nú fara frá spænsku meisturunum.

DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina

DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar.

Heiðar skoraði í öðrum leiknum í röð

Heiðar Helguson skoraði seinna mark Queens Park Rangers þegar liðið vann 2-0 sigur á Ipswich í ensku b-deildinni í kvöld. Queens Park Rangers er því áfram með fimm stiga forskot á Swansea sem vann 1-0 útisigur á Coventry.

Nick Bradford staðfestir að hann sé á leiðinni

Nick Bradford hefur staðfest það á twitter-síðu sinni að hann sé búinn að semja við Grindvíkinga í Iceland Express deild karla í körfubolta og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford leysir af bakvörðinn Kevin Sims sem var látinn fara fyrr í dag.

Robben: Inter hefur ekki leikmennina til að spila sóknarbolta

Hollendingurinn Arjen Robben hjá Bayern Munchen býst ekki við sóknarbolta hjá ítalska liðinu Inter Milan þegar liðin mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó á morgun en fyrir níu mánuðum mættust þessi lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid.

Blackpool vann óvæntan 3-1 sigur á Tottenham

Tottenham óð í færum á Bloomfield Road í kvöld en það voru heimamenn í Blackpool sem skoruðu mörkin og unnu óvæntan 3-1 stórsigur. Tottenham var búið að vinna þrjá deildarleiki í röð og hafði ekki tapað nema einum af síðustu fimmtán leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Lyon og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi

Súperskipting Jose Mourinho virtist vera að létta Lyon-álögunum af Real Madrid en Frakkarnir náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli átta mínútum fyrir leikslok í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Karim Benzema kom Real yfir á móti sínum gömlu félögum en Bafetimbi Gomis skoraði jöfnunarmark Lyon.

Anelka með tvö mörk og Chelsea í flottum málum

Chelsea er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitunum en sá seinni fer síðan fram á Stamford Bridge 16. mars.

Fjölnir vann lífsnauðsynlegan sigur á Snæfelli

Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni fyrir lífi sínu í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Fjölnisstelpur unnu ellefu stiga sigur á toppliði B-deildar, Snæfelli, í Grafarvogi, 67-56. Snæfell tapaði þarna sínum öðrum leik í röð en liðið er samt enn á toppi B-deildarinnar með sextán stig eða átta stigum meira en Fjölnir sem komst upp að hlið Grindavíkur með þessum sigri.

Arshavin afar sáttur með sigurmarkið sitt á móti Barcelona

Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur.

Nick Bradford aftur til Grindavíkur

Víkurfréttir segja frá því á vefsíðu sinni í kvöld að Nick Bradford sé á leiðinni til Grindavíkur og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford fór á kostum með Grindavíkurliðinu veturinn 2008 til 2009 en hann þekkir allt körfuboltaáhugafólk á Íslandi endaer Bradford búinn að spila hér mörgum sinnum á síðasta áratug.

Ally McCoist tekur við Rangers-liðinu af Walter Smith

Ally McCoist mun taka við stjórastöðunni hjá skoska liðinu Rangers þegar Walter Smith hættir í vor. Þetta tilkynnti félagið í dag. McCoist sem er 48 ára gamall hefur verið aðstoðarmaður Smith frá því í janúar 2007 og það hefur lengi stefnt í það að McCoist fengi starfið.

Xavi frá í sjö til tíu daga - ætti að ná Arsenal-leiknum

Barcelona verður án miðjumannsins Xavi Hernandez á næstunni vegna meiðsla sem leikmaðurinn varð fyrir um helgina. Xavi fór í myndatöku í gær og þar kom í ljós að hann hafði rifið vöðva í vinstri fæti. Meiðslin teljast þó ekki vera mjög alvarleg.

Real Madrid vill líka fá Rodwell

Það verður væntanlega hart barist um þjónustu Jack Rodwell, leikmanns Everton, næstu misserin en þrjú risalið vilja öll fá hann í sínar raðir.

Pétur Georg Markan vantar leikskilning

Í excel-skjali sem Vísir hefur undir höndum má finna stöðumat leikmanna Víkings í Pepsi-deildinni. Matið er gert af þjálfaranum, Leifi Garðarssyni, og var fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins.

Szmal lagðist undir hnífinn

Þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, verður án pólska markvarðarins Slawomir Szmal næstu vikurnar.

Ingólfur Sigurðsson fer aftur í KR

Ingólfur Sigurðsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR að nýju en hann var leystur undan samningi við hollenska félagið Heerenveen á dögunum og var í kjölfarið orðaður við æskufélag sitt Val. Ingólfur mun hinsvegar spila með KR-ingum í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman

Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina.

Anderson líklega frá í tvo mánuði

Man. Utd verður án fjölda leikmanna í Meistaradeildinni á morgun en þá sækir United lið Marseille heim í sextán liða úrslitum keppninnar. United verður meðal annars án þeirra Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Anderson.

Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona

Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli.

Redknapp: Beckham hlýtur að lifa ótrúlegu lífi

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var afar svekktur með að geta ekkert nýtt David Beckham síðustu vikurnar. Þá æfði Beckham með liðinu en Spurs fékk samt ekki að nota hann eins og félagið hafi vonast til þar sem LA Galaxy vildi ekki lána leikmanninn.

Mourinho: Ég elska Chelsea

Portúgalinn José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki gleymt tíma sínum hjá Chelsea og hann sagði við Sky Sports að hann elskaði félagið.

Toure: City getur orðið betra lið en Barcelona

Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi leikmaður Man. City, er ekki að spara yfirlýsingarnar en hann hefur nú lýst því yfir að Man. City geti orðið betra lið en Barcelona.

Anthony farinn til NY Knicks

Eftir margra vikna pælingar um hvar Carmelo Anthony myndi enda hefur loksins verið staðfest að hann sé á leiðinni til NY Knicks.

FH-ingar fóru illa með toppliðið - myndir

FH-ingar sýndu styrk sinn í gær þegar liðið vann sannfærandi sjö marka sigur á toppliði Akureyrar í 15. umferð N1 deild karla. Forskot Norðanmanna á toppnum minnkaði þó ekkert þar sem hvorki Fram eða HK tókst að vinna sína leiki.

Valsmenn mæta á góðu skriði í Höllina - myndir

Valsmenn unnu sinn þriðja leik á rúmri viku þegar liðið sótti tvö stig í Digarnesið í gærkvöldi. Valur vann þá 32-28 sigur á HK og endaði þriggja leikja sigurgöngu heimamanna sem höfðu ekki tapað leik á árinu 2011.

Gunnar Andrésson: "Liðsheildin skóp sigurinn“

Ég er mjög ánægður með þetta enda flottur leikur hjá okkur. Búið að vera andlega erfitt hjá okkur, búnir að tapa 5 leikjum með einu marki í vetur og svo höfum við verið lélegir eftir áramót,“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar eftir 32-26 sigur liðsins gegn Fram í kvöld í N1 –deild karla í handbolta.

FH-ingar unnu sjö marka sigur á toppliði Akureyrar

FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur.

Leyton Orient leikmennirnir unnu sér inn ferð til Las Vegas

Leikmenn Leyton Orient fögnuðu jafnteflinu á móti Arsenal í ensku bikarkeppninni í gær eins og þeir hefðu verið að tryggja sér sæti í næstu umferð. Stjórnarformaðurinn var líka nánast ánægðari með jafntefli en hann hefði verið með sigur því Leyton Orient bíður annar leikur á móti Arsenal á Emirates sem mun redda öllum fjárhagsvandræðum félagsins í ár.

Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni

Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot.

Sjá næstu 50 fréttir