Handbolti

Szmal lagðist undir hnífinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur þarf að treysta á Henning Fritz en þeir geta verið samtaka eins og sjá má á þessari mynd.
Guðmundur þarf að treysta á Henning Fritz en þeir geta verið samtaka eins og sjá má á þessari mynd.
Þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, verður án pólska markvarðarins Slawomir Szmal næstu vikurnar.

Szmal þurfti að leggjast undir hnífinn vegna meiðsla og getur því ekki spilað handbolta næstu sex vikurnar.

Henning Fritz verður því undir álagi í markinu á meðan Szmal er fjarverandi en Szmal er síðan á förum frá félaginu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×