Handbolti

Sverre framlengdi við Grosswallstadt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre í leik með Grosswallstadt.
Sverre í leik með Grosswallstadt.
Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson hefur framlengt samningi sínum við þýska félagið Grosswallstadt til ársins 2013.

Sverre hefur staðið sig vel í vörn Grosswallstadt síðan hann kom þangað frá HK. Hann mun nú standa vaktina í vörn félagsins þar til hann verður 35 ára.

Grosswallstadt fær síðan nýjan markvörð í sumar en Tékkinn Martin Galia hefur samþykkt að spila fyrir félagið. Hann er Íslendingum að góðu kunnur enda margoft reynst íslenska landsliðinu óþægur ljár í þúfu á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×