Enski boltinn

Redknapp: Hef aldrei séð lið klúðra jafnmörgum dauðafærum í einum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér sjást Tottenham menn vera búnir að klúðra einu af dauðafærum sínum í kvöld.
Hér sjást Tottenham menn vera búnir að klúðra einu af dauðafærum sínum í kvöld. Mynd/AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, horfði upp á sína menn tapa 1-3 á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og tapaði liðið þar með dýrmætum stigum í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

„Ég hef aldrei séð lið klúðra jafnmörgum dauðafærum í einum leik. Við vorum hvað eftir annað í dauðafærum á tveggja, þriggja og fjögurra metra færi en við gátum bara ekki skorað. Margoft skutum við í varnarmenn í stað þess að koma boltanum yfir línuna," sagði Harry Redknapp.

„Í stöðunni 2-0 í seinni hálfleik þá fengum við hvert dauðafærið á fætur öðru þegar eitt mark hefði gjörbreytt leiknum," sagði Redknapp.

„Við klikkuðum líklega á tíu dauðafærum í þessum leik og vörðumst síðan mjög illa. Því fór sem fór," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×