„Við getum ekki þagað yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 22:32 Það tók á fyrir Viðar að ræða leik gærkvöldsins og hann vonaðist til að geta sleppt honum alfarið. Hann sitji enn í mönnum. Vísir/Hulda Margrét „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. „Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira