Handbolti

Var þetta mark eða ekki hjá Barcelona? - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur og lærisveinar hans fylgjast spenntir með.
Guðmundur og lærisveinar hans fylgjast spenntir með.
Leikmenn og þjálfari Barcelona brugðust illa við þegar mark, sem liðið virtist skora undir lok leiksins gegn Rhein-Neckar Löwen, var ekki dæmt löglegt.

Leiknum lyktaði með jafntefli en menn eru ekki á einu máli um hvort þetta hefði verið markið eða ekki.

"Ég treysti mér ekki til að segja um það. Þetta er mjög tæpt," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, við Vísi.

Ef mið er tekið af klukkunni á skjánum þá virðist tíminn ekki vera liðinn er boltinn fer í netið. Aftur á móti virðist sú klukka vera á eftir því það heyrist flaut áður en boltinn fer í netið.

Barcelona ætlaði fyrst að kæra umgjörð leiksins en hefur nú hætt við.

Hægt er að sjá helstu atvik leiksins og að sjálfsögðu atvikið umdeilda í þessu myndskeiði hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×