Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni Hlynur Valsson skrifar 21. febrúar 2011 22:58 Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson. Olís-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Sjá meira
Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson.
Olís-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Sjá meira