Enski boltinn

Heiðar skoraði í öðrum leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heiðar Helguson skoraði seinna mark Queens Park Rangers þegar liðið vann 2-0 sigur á Ipswich í ensku b-deildinni í kvöld. Queens Park Rangers er því áfram með fimm stiga forskot á Swansea sem vann 1-0 útisigur á Coventry.

Heiðar skoraði markið sitt með skalla úr markteig eftir fyrirgjöf frá Clint Hill sem hafði sjálfur komið liðinu í 1-0 sex mínútum áður.

Heiðar hafði einnig skorað mark QPR í 1-1 jafntefli á móti Preston North End um síðustu helgi og en hann hefur skoraði 8 mörk í 21 deildarleik á tímabilinu.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Portsmouth sem vann 1-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem vann 2-1 sigur á Millwall á heimavelli.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry sem tapaði 0-1 á móti Swansea á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×