Fleiri fréttir

KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

Pavel: Átti von á meiri slagsmálum

Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld.

Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

Hreggviður: Við vorum latir

„Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld.

Einar Jónsson: Þetta er orðið fullorðins

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í kvöld. Hann má líka vera það, Akureyri tapar ekki oft heima, hvað þá með fimm mörkum. 26-31 lokatölur.

Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

Mascherano áfram á Anfield

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano ætlar að vera áfram hjá Liverpool og reiknar með að skrifa undir nýjan samning á komandi vikum. Mascherano var orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðasta sumar.

Wenger sló á þráðinn til Eden Hazard

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á miðjumanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í Frakklandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi hringdi Wenger sjálfur í Hazard til að reyna að lokka hann til Lundúna.

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

Pellegrini og Diarra rifust

Lassana Diarra, betur þekktur sem Lass í herbúðum Real Madrid, er ósáttur við hvernig hefur verið komið fram við hann í síðustu leikjum.

Vill að Torres og Gerrard setji fram afarkosti

Phil Thompson, fyrrum stjóri Liverpool, vill að þeir Fernando Torres og Steven Gerrard setji eigendum félagsins afarkosti - annaðhvort verði lagðir fram peningar til leikmannakaupa eða þeir hóti að yfirgefa liðið.

Mowbray rekinn eftir niðurlægingu Celtic

Glasgow Celtic steinlá óvænt fyrir St Mirren 4-0 í skoska boltanum í gær. Þetta var fyrsti sigur St Mirren í tólf leikjum en liðið er í fallbaráttu.

Mark Hughes vill taka við Fílabeinsströndinni

Mark Hughes er einn þriggja sem kemur til greina sem landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar fyrir komandi heimsmeistarakeppni. Samkvæmt heimildum Guardian hefur Hughes áhuga á starfinu.

Wenger: Ekki búast við kraftaverki

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, biður stuðningsmenn liðsins um að búast ekki við of miklu of snemma frá Robin Van Persie. Þessi frábæri sóknarmaður hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í nóvember.

Real Madrid vill fá Mourinho í sumar

Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Jose Mourinho, þjálfara Inter, til að taka við stjórnartaumunum í sumar samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Talið er að Manuel Pellegrini verði látinn fara eftir tímabilið.

Webber: Heimasigur væri kærkominn

Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi FIA með nokkrum keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra.

Tímabilinu lokið hjá Ívari

Varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson leikur ekki meira með Reading á tímabilinu en hann mun gangast undir uppskurð um helgina. Ívar er fyrirliði Reading en hann meiddist í 1-1 jafnteflisleik gegn Middlesbrough um helgina.

Lokaleikur Íslands verður í Portúgal

Í dag var dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2012. Fyrsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Noregi á heimavelli en sá síðasti gegn Portúgal ytra.

Schumacher: Engin skömm af árangrinum

Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl.

Sögulegur samningur Ferrari

Ferrari tilkynnti í dag framlengingu samnings við Shell, sem hefur verið í gangi frá árinu 1929. Ferrari liðið mun starfa áfram til ársins 2015 með Shell, en saman hafa fyrirtækin unnið fjölda titla og sigra í Formúlu 1, ekki síst með Michael Schumacher á sínum tíma. Fyrirtækin tvö hafa starfað saman í 450 mótum um helgina.

Áhorfandi fékk ruðningstæklingu - myndband

Þegar seinni hálfleikur í leik Mexíkó og Íslands í nótt var nýhafinn hljóp einn áhorfandi inn á völlinn. Stöðva þurfti leikinn meðan áhorfandinn var settur í járn og fjarlægður.

Mancini biðst afsökunar á hegðun sinni

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir hegðun sína í gær. Mancini og lærisveinar töpuðu fyrir Everton og misstu af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Drogba dansaði við Hermann - myndband

Stálin stinn mættust þegar Hermann Hreiðarsson og Didier Drogba voru að kljást í leik Portsmouth og Chelsea í gær. Þeir sýndu einnig á sér mýkri hlið og stigu dans.

Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg

Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir.

McDermott: Gylfi elskar pressuna

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið svalur eins og ís þegar hann tók vítaspyrnuna gegn Leicester í gær.

Gunnleifur: Hefði bara tekið kattar-markvörslu

Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsmarkvörður úr FH, var hæstánægður með frammistöðu íslenska liðsins í jafnteflinu við Mexíkó í nótt. Gunnleifur lék allan leikinn í rammanum.

Bjarni: Spilaðist eins og við lögðum upp

„Þetta gekk mjög vel. Leikurinn var nákvæmlega eins og við settum hann upp," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður KR, sem var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Mexíkó í nótt.

NBA: Lakers vann San Antonio

Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó

Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir