Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg 25. mars 2010 10:38 Michael Schumacher og Nico Rosberg vinna vel saman hjá Mercedes, þó sumir blaðamenn vilji kannski etja þeim saman að sögn Rosbergs til að skapa spennandi fyrirsagnir. mynd: Getty Images Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg. Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg.
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira