Íslenski boltinn

Valur Fannar: Þeir eiga að valta yfir eitthvað lið frá Íslandi

Birgir Sverrisson í Charlotte skrifar
Valur Fannar í leiknum í nótt.
Valur Fannar í leiknum í nótt.

„Ég bjóst við þeim miklu sterkari," sagði Valur Fannar Gíslason eftir jafnteflið við Mexíkó í nótt. „Þó það vanti einhverja menn eru þeir stór þjóð. Þeir eiga klárlega að valta yfir eitthvað lið frá Íslandi."

„Við sýndum frábæran leik. Þetta var bara varnarleikur út í gegn hjá okkur en við fengum samt færi eins og þeir. Ef þú tekur saman færin í þessum leik áttu þeir ekki mörg."

„Þeir spiluðu frekar hægan og fyrirsjáanlegan sóknarleik. Við vörðumst sem liðsheild og lögðum upp með að spila agað. Það er mjög erfitt að kýla honum alltaf fram og á köflum náðum við að spila boltanum aðeins á milli," sagði Valur.

Mikil stemning var í Charlotte þar sem leikurinn fór fram. „Þetta er í fyrsta og eina sinn sem maður spilar fyrir framan 70 þúsund manns. Við töluðum líka bara um að njóta þess. Miðjumennirnir voru rosalega duglegir og voru orðnir þreyttir í lokin. En þetta var rosalega skemmtilegt verkefni," sagði Valur Fannar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×