Enski boltinn

Mark Hughes vill taka við Fílabeinsströndinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes á hliðarlínunni.
Mark Hughes á hliðarlínunni.

Mark Hughes er einn þriggja sem kemur til greina sem landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar fyrir komandi heimsmeistarakeppni. Samkvæmt heimildum Guardian hefur Hughes áhuga á starfinu.

Ásamt Hughes kemur annar fyrrum stjóri Manchester City til greina, Sven-Göran Eriksson. Sá þriðji sem til greina kemur er Bernd Schuster, fyrrum þjálfari Real Madrid.

Vahid Halilhodzic var rekinn sem þjálfari Fílabeinsstrandarinnar í síðasta mánuði eftir að liðið olli vonbrigðum á Afríkumótinu. Skærasta stjarna liðsins er Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea.

Fílabeinsströndin er í riðli með Brasilíu, Portúgal og Norður-Kóru á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×