Fleiri fréttir

Cuban hellti sér yfir móður leikmanns

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, brást við fokreiður eins og flestir þegar lið hans tapaði þriðja leiknum gegn Denver í annari umferð úrslitakeppninnar.

FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik í maí í fimm ár

Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina í Keflavík í kvöld þegar lokaleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla fer fram. FH og Keflavík háðu einmitt einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrasumar.

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína.

Jónas skorar á Bjarna að fórna hárinu

KR-ingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Bjarni Guðjónsson ræddu það mikið í vetur að vera með veðmál um hvor þeirra yrði á undan að skora í Pepsi-deildinni.

Heimir: Valur er víti til varnaðar

„Það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum að byrja mótið. Núna er hinu skemmtilega íslenska undirbúningstímabili loksins lokið og menn klárir í bátana," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.

Fletcher fær ekki að spila úrslitaleikinn

Miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United fær ekki að spila úrslitaleikinn í meistaradeildinni í lok mánaðar. Þetta var staðfest í dag eftir að áfrýjun United á rauða spjaldið hans í undanúrslitunum var hafnað.

Umfjöllun: Hólmar Örn afgreiddi meistarana

Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli.

Línumaður Vals er sálfræðingur Keflavíkurliðsins í fótbolta

„Það er mjög góð stemning fyrir þessum leik í kvöld og ég finn að það er myndast stemning hjá fólkinu hérna í Keflavík," sagði glaðbeittur þjálfari Keflavíkurliðsins, Kristján Guðmundsson, við Vísi en Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld í stórleik 1. umferðar Pepsi-deildarinnar.

Iniesta ætlar að ná úrslitaleiknum

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona segist ekki ætla að láta meiðsli á læri aftra sér frá því að spila úrslitaleikinn í meistaradeild evrópu í lok mánaðarins.

Ómar Sævarsson í Grindavík

Miðherjinn Ómar Sævarsson sem leikið hefur með ÍR undanfarin ár hefur samþykkt að ganga í raðir Grindavíkur.

Athugasemd vegna fréttar

Vegna fréttar um meiðsli Veigs Páls Gunnarssonar knattspyrnumann sem birtist þann 9. maí síðastliðinn vill hann koma eftirfarandi athugasemd á framfæri.

Bryan Robson gagnrýnir viðbrögð Ronaldo

Bryan Robson, fyrrum fyrirliði Manchester United, gagnrýnir viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir að honum var skipt af velli í sigrinum á Manchester City um helgina.

Vieri kynnir nýja smokka

Ítalski markahrókurinn Christian Vieri hefur verið samningslaus síðan hann fékk sig lausan hjá Atalanta í síðasta mánuði, en hann hefur nóg annað að gera en að spila fótbolta.

Silvestre óhress með ummæli Evra

Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, var óhress með ummæli fyrrum félaga síns og landa Patrice Evra hjá Manchester United eftir leik liðanna í meistaradeildinni í síðustu viku.

Jón Arnór og félagar mæta Bologna

Benetton Treviso, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, vann í gær útisigur á Bologna 90-85 sem tryggði liðinu fjórða sætið í deildarkeppninni.

Hleb vill koma til Bayern

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að Alexander Hleb hjá Barcelona hafi mikinn hug á að ganga í raðir félagsins frá Barcelona í sumar.

Cisse til Tottenham í sumar?

Franski framherjinn Djibril Cisse sagði félögum sínum í Sunderland um helgina að hann væri á leið til Tottenham í sumar eftir því sem fram kemur í breska blaðinu Daily Mail.

Arnar afsalaði sér fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki

Arnar Grétarsson er hættur sem fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni en það gerði Arnar þar sem hann er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Kári Ársælsson hefur tekið við fyrirliðabandinu og var fyrirliði í sigrinum á Þrótti í gær.

Iniesta tæpur fyrir úrslitaleikinn

Óvíst er hvort spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona muni geta spilað úrslitaleik meistaradeildarinnar þann 27. maí eftir að hann meiddist í 3-3 jafntefli Barcelona og Villarreal um helgina.

Ciudad Real spænskur meistari

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real urðu í gærkvöld Spánarmeistarar í handbolta eftir stórsigur á erkifjendum sínum í Barcelona 37-26.

Stóra barnið tryggði Boston sigurinn

Glen "Big Baby" Davis var reyndist hetja Boston Celtics í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Orlando Magic um leið og lokaflautið gall.

Arshavin er of heiðarlegur

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, þurfti að skamma félaga sinn Andrei Arshavin fyrir að vera of heiðarlegur í sigurleik liðsins gegn Portsmouth á dögunum.

Button: Sæki til sigurs í öllum mótum

Jenson Button vann sinn fjórða sigur í fimm mótum í Barcelona í gær og um aðra helgi keppir hann á heimavelli í Mónakó. Þó Button sé breskur að uppruna býr hann í skattaparadísinni Mónakó.

King biður Redknapp afsökunar

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur beðið knattspyrnustjóra sinn Harry Redknapp afsökunar eftir að hafa verið handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt.

Chuck Daly látinn

Chuck Daly, fyrrum þjálfari Detroit Pistons og bandaríska landsliðsins í körfubolta, lést um helgina eftir baráttu við krabbamein. Hann var 78 ára gamall.

Umfjöllun: Stjarnan á toppinn

Stjarnan stimplaði sig af krafti inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Grindavík í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu öruggan sigur á slökum Grindvíkingum og ljóst að Stjörnumenn ætla sér annað og meira en menn höfðu gert ráð fyrir í upphafi móts.

Houston burstaði LA Lakers

Óvæntir hlutir gerðust í úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld þegar Houston vann öruggan stórsigur á LA Lakers í fjórðu viðureign liðanna í annari umferðinni.

Hannes: Vona að Óli Jó hafi verið á vellinum

Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt hreinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn ÍBV í kvöld. Hannes hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið og lét Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þau orð meðal annars falla rétt fyrir mót að hann ætlaði að fylgjast vel með Hannesi í sumar.

Eysteinn Húni: Þeir voru miklu betri

Eysteinn Húni Hauksson spilaði í vörn Grindvíkinga í kvöld þegar þeir biðu lægri hlut gegn Stjörnumönnum. Hann var vitaskuld ekki ánægður með leik síns liðs.

Umfjöllun: Framsigur í Laugardalnum

Fram sigraði ÍBV 2-0 í Laugardalnum í kvöld. Það voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson sem skoruðu mörkin fyrir Fram.

Tómas: Þessir leikmenn eru ekki að elta peninga

Hinn tvítugi Tómas Þorsteinsson, Fylkismaður og sonur sjónvarpsmannsins Þorsteins Joð Vilhjálmssonar, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann átti virkilega flottan leik og gjörsamlega „snýtti" reynsluboltanum Ólafi Páli Snorrasyni.

Reynir: Áfall að fá á sig mark

„Þetta var baráttuleikur og hvorugt liðið var kannski ekki beint ofan á í þeirra baráttu. Fylkir gaf ekki mörg færi á sér og þeir fá svo ódýrt mark. Það er oft svolítið áfall að fá á sig mark. Það tók okkur tíma að ná okkur eftir það," sagði Reynir Leósson, leikmaður Vals, eftir tapið gegn Fylki í Árbænum.

Heiðar Geir: "Fínt að skora með skalla þegar maður er einn og ekkert"

"Ég var mjög svekktur með að vera ekki í byrjunarliðinu eins og sást á mér í dag. Ég ætlaði að sýna þjálfaranum að það tæki ekki langan tíma fyrir mig að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Ég ætla mér inn í þetta lið í næsta leik," sagði Heiðar Geir Júlíusson leikmaður Fram eftir að hafa skorað aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á í 2:0 sigri á ÍBV í kvöld.

Wenger lítur á björtu hliðarnar

Arsene Wenger tókst að líta á björtu hliðarnar í viðtölum eftir 4-1 skell hans manna í Arsenal á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Barrichello sár að tapa fyrir Button

Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu.

Sjá næstu 50 fréttir