Handbolti

Ísland mætir Makedóníu í undankeppni HM 2009

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson og félagar eru á leið til Makedóníu.
Logi Geirsson og félagar eru á leið til Makedóníu.

Dregið var í undankeppni HM 2009 nú í hádeginu í Lillehammer í Noregi og er nú ljóst að Ísland mætir Makedóníu í júní næstkomandi.

Makedónía var dregið fyrst upp úr pottinum sem þýðir að Ísland á síðari leikinn heima. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það vera mikilvægt.

„Það er alltaf betra að eiga seinni leikinn heima og því getum við vel við unað. Makedónía er sýnd veiði en ekki gefin en það er ljóst að liðið var ekki eitt það sterkasta sem við hefðum getað fengið. Makedónía á þó mjög sterkan heimavöll."

„Við höfum nokkrum sinnum mætt Makedóníu á undanförnum áratugi en þeir eru betri nú en þeir voru þá. Þeir slógu til að mynda út Portúgal í forkeppninni sem var mjög vel af sér vikið."

Leikið verður helgina 7.-8. júní í Makedóníu og viku síðar hér heima. Sigurvegari viðureignanna keppir á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Króatíu á næsta ári.

Nokkrar afar athyglisverðar viðureignir eru í undankeppninni en Norðmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum er liðið mætir Úkraínu. Þá mætast Slóveníu og Slóvakía sem og Hvíta-Rússland og Rússland.

Ísland sló út Serbíu í undankeppni EM 2008 en Serbar mæta nú Tékkum. 

Aðrir leikir:



Slóvenía - Slóvakía

Spánn - Grikkland

Noregur - Úkraína

Hvíta-Rússland - Rússland

Svartfjallaland - Rúmenía

Tékkland - Serbía

Pólland - Sviss

Ungverjaland - Bosnía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×