Handbolti

Knudsen: Ólýsanleg tilfinning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Knudsen fagnar einu marka sinna gegn Króötum í dag.
Michael Knudsen fagnar einu marka sinna gegn Króötum í dag. Nordic Photos / AFP

Michael Knudsen segir að sigur Dana á EM í Noregi sé stærsti sigur Danmerkur síðan að knattspyrnulandsliðið varð Evrópumeistari í Svíþjóð árið 1992.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning," sagði Knudsen. „Ég er gríðarlega stoltur einmitt núna. Við misstum aldrei trúna á þessu og áttum skilið að vinna."

Knudsen er einn fimm leikmanna danska liðsins sem hafa fimm sinnum komist í undanúrslit á stórmóti með en aðeins einu sinni unnið og komist í úrslit.

Hinir eru Lars Christiansen, Lars Jörgensen, Kasper Hvidt og Joachim Boldsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×