Enski boltinn

Engin jafntefli í bikarnum um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Middlesbrough er eitt sex úrvalsdeildarliðanna í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Middlesbrough er eitt sex úrvalsdeildarliðanna í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Nordic Photos / Getty Images

Ótrúlega nokk þarf ekki að endurtaka neinn leik í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar sem lauk nú í dag en engum af leikjunum sextán lauk með jafntefli.

Aðeins sex úrvalsdeildarlið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit bikarkeppninnar á morgun en fjórtán úrvalsdeildarlið hafa dottið úr leik, nú síðast Manchester City sem tapaði fyrir Sheffield United.

Það sem er jafnvel enn merkilegra er sú staðreynd að fleiri lið úr B-deildinni verða í pottinum en úr sjálfri úrvalsdeildinni. Alls komust átta lið áfram úr B-deildinni, sex úr úrvalsdeildinni sem fyrr segir og tvö úr C-deildinni.

Dregið verður í fimmtu umferð bikarkeppninnar á morgun klukkan 13.30 í höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins. Þá verða eftirtalin lið í pottinum:

Úr úrvalsdeildinni:

Arsenal, Liverpool, Chelsea, Manchester United, Portsmouth og Middlesbrough.

Úr B-deildinni:

Coventry, Barnsley, Preston North End, Southampton, Cardiff City, WBA, Sheffield United og Wolves.

Úr C-deildinni:

Huddersfield Town og Bristol Rovers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×