Danir lögðu heimsmeistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2008 18:36 Tveir bestu menn leiksins í dag - Lars Christiansen og Johannes Bitter. Nordic Photos / AFP Danmörk komst í dag í úrslit EM í handbolta í Noregi eftir að hafa lagt heimsmeistara Þýskalands í æsispennandi viðureign í undanúrslitunum. Það var hornamaðurinn Lars Christiansen sem tryggði Dönum sigurinn, 26-25, með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Danir voru reyndar með tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 25-23. En Michael Kraus jafnaði metin fyrir Þjóðverja þegar 22 sekúndur voru eftir. En í blálokin náðu Danir að fiska vítakast og stóðst vítaskyttan Christiansen pressuna enda ein besta vítaskytta heims. Danir skoruðu ekki mark á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik og á þeim tíma skoruðu Þjóðverjar sjö mörk í röð og komust í 12-7. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir Þjóðverja og eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik voru Danir búnir að jafna metin, 16-16. Danir voru svo með undirtökin síðasta stundarfjórðunginn en lokamínúturnar voru æsispennandi sem fyrr segir. Christiansen var markahæsti leikmaður Dana með sex mörk og Michael Knudsen kom næstur með fjögur. Hjá Þjóðverjum var Florian Kehrmann markahæstur með sex mörk og þeir Holger Glandorf og Markus Baur skoruðu fjögur mörk hver. Johannes Bitter fór á kostum í fyrri hálfleik og varði alls átján skot í leiknum. Kasper Hvidt varði fimmtán skot fyrir Dani. Á morgun mætast því Króatía og Danmörk í úrslitunum en Evrópumeistarar Frakka og heimsmeistarar Þjóðverja í leik um bronsið. Króatar og Danir mættust í milliriðlakeppninni og unnu Danir þá tíu marka sigur, 30-20. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Danmörk komst í dag í úrslit EM í handbolta í Noregi eftir að hafa lagt heimsmeistara Þýskalands í æsispennandi viðureign í undanúrslitunum. Það var hornamaðurinn Lars Christiansen sem tryggði Dönum sigurinn, 26-25, með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Danir voru reyndar með tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 25-23. En Michael Kraus jafnaði metin fyrir Þjóðverja þegar 22 sekúndur voru eftir. En í blálokin náðu Danir að fiska vítakast og stóðst vítaskyttan Christiansen pressuna enda ein besta vítaskytta heims. Danir skoruðu ekki mark á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik og á þeim tíma skoruðu Þjóðverjar sjö mörk í röð og komust í 12-7. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir Þjóðverja og eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik voru Danir búnir að jafna metin, 16-16. Danir voru svo með undirtökin síðasta stundarfjórðunginn en lokamínúturnar voru æsispennandi sem fyrr segir. Christiansen var markahæsti leikmaður Dana með sex mörk og Michael Knudsen kom næstur með fjögur. Hjá Þjóðverjum var Florian Kehrmann markahæstur með sex mörk og þeir Holger Glandorf og Markus Baur skoruðu fjögur mörk hver. Johannes Bitter fór á kostum í fyrri hálfleik og varði alls átján skot í leiknum. Kasper Hvidt varði fimmtán skot fyrir Dani. Á morgun mætast því Króatía og Danmörk í úrslitunum en Evrópumeistarar Frakka og heimsmeistarar Þjóðverja í leik um bronsið. Króatar og Danir mættust í milliriðlakeppninni og unnu Danir þá tíu marka sigur, 30-20.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira