Fleiri fréttir

Fowler fer aftur á Anfield

Nú hefur verið dregið í fjórðu umferð enska deildarbikarsins og þar ber hæst að Robbie Fowler fer með liði sínu Cardiff á Anfield og mætir sínum gömlu félögum í Liverpool. Þá fá United-banarnir í Coventry heimaleik á móti West Ham.

Drogba: Andinn er farinn

Framherjinn Didier Drogba segist enn vera í sjokki yfir brottförn Jose Mourinho hjá Chelsea. Hann segir andann í herbúðum liðsins ekki saman síða og segist þurfa að finna sér nýja hvatningu til að spila með liðinu.

Schmeichel settur út úr liði City

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeidinni er nú að hefjast og er hann sýndur beint á Sýn 2. Þetta er viðureign Man City og Newcastle. Athygli vekur að danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið settur út úr liðinu og í hans stað kemur Joe Hart.

Hamilton náði ráspól

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið.

Þróttur upp og Reynir niður

Þróttur vann Reynismenn suður með sjó, 4-0, á meðan að ÍBV vann Fjölni, 4-3. Þróttarar fara því upp ásamt deildarmeisturum Grindavíkur og Fjölni.

Heimir: Vonbrigðin komu í vor

Heimir Hallgrímsson segist vera sáttur við sína menn í ÍBV þó svo að liðið hafi setið eftir í 1. deildinni.

Haukar í úrslitin

Haukar komust í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna með sigur á Val í undanúrslitum.

Óskar Bjarni: Getum byggt á þessu

Óskar Bjarni Óskarsson og Ólafur Haukur Gíslason voru ánægðir með síðari hálfleik í leik Vals og Gummersbach í kvöld.

Gummersbach vann Val

Gummersbach vann í kvöld níu marka sigur á Val í Meistaradeild Evrópu, 33-24, í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda.

Eysteinn: Þvílíkur léttir

Eysteini Pétri Lárussyni, fyrirliða Þróttar, var mikið létt í leikslok í Sandgerði í kvöld. Þá komst Þróttur upp í efstu deild eftir 4-0 sigur á heimamönnum í Reyni.

Geymt en ekki gleymt

Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu.

Horfi bara á fótbolta í sjónvarpinu

Jose Mourinho segist ætla að horfa mikið á fótbolta þó hann ætli sér að slappa af næstu vikurnar eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann segist þó ekki ætla að bregða sér á völlinn.

Gylfi dæmir síðasta leikinn í dag

Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni.

Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14.

Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea

Sir Alex Ferguson hefur varað við því að fólk vanmeti Chelsea þó liðið hafi gengið í gegn um erfiða tíma á síðustu vikum. Stjóri Manchester United segir Chelsea of vel mannað lið til að hægt sé að afskrifa það í titilbaráttunni.

Drogba er klár

Avram Grant hefur nú staðfest að framherjinn Didier Drogba verði klár í slaginn á morgun þegar Cehlsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Drogba hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn Aston Villa í byrjun mánaðarins.

Ársmiðar uppseldir hjá Boston

Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum.

Komdu til Ítalíu, Jose

Framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan hefur skorað á fyrrum stjóra sinn Jose Mourinho að koma til Ítalíu og gerast þar þjálfari. Crespo spilaði fyrir Mourinho þegar hann lék með Chelsea.

Valur - Gummersbach í kvöld

Íslenskum handboltaáhugamönnum gefst nú tækifæri annað árið í röð til að sjá stórliðið Gummersbach spila hér á landi. Valur og Gummersbach eigast við í meistaradeildinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30 í Vodafone höllinni.

Reading er með bestu framherja í heimi

Dave Kitson, framherji Reading, segir liðið hafa á að skipa bestu framherjum í heiminum þegar haft er í huga að þeir kostuðu félagið ekki nema rúma milljón punda samanlagt. Það er til að mynda meira en tíu sinnum lægri upphæð en Tottenham greiddi fyrir varamanninn Darren Bent í sumar.

Lokaumferðin í beinni á Sýn

Á morgun fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá gerist það í fyrsta skipti að tveir leikir í Landsbankadeildinni verði sýndir í beinni útsendingu á sama tíma.

Betur fór en á horfðist hjá Einari

Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hjá Flensburg getur nú varpað öndinni léttar eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ciudad Real í gær voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Eriksson: Mig langaði að kaupa Owen

Sven-Göran Eriksson, stjór Man City, segir að sig hafi mikið langað að kaupa framherjann Michael Owen frá Newcastle í sumar. Hann segist hinsvegar hafa ákveðið að kaupa frekar fleiri en færri leikmenn og að verðmiðinn á Owen hafi verið of hár.

Wenger hefur áhyggjur af knattspyrnunni

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa miklar áhyggjur af framtíð ensku knattspyrnunnar vegna ágangs fjölmiðla og afskipta viðskiptajöfra.

Hardaway vinnur með samkynhneigðum

Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma.

Giggs liggur ekkert á að semja

Ryan Giggs segist vongóður um að hann nái að framlengja samning sinn við Manchester United vandræðalaust, en þessi 33 ára gamli leikmaður er í viðræðum um að lengja dvöl sína á Old Trafford upp í 17 ár.

Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal

Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov hefur nú keypt aukinn hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hann hafi keypt bréf í félaginu fyrir um 6 milljónir punda og eigi því fyrir vikið um 23% hlut í félaginu.

McLaren vill að ég verði heimsmeistari

Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra.

KR gerði best við fjölmiðla

Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn.

Snæfell og KR leika til úrslita

Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn.

Real Madrid aftur á toppinn

Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Real Betis nú í kvöld.

Snæfell leiðir í hálfleik

Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann.

KR í úrslit

KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21.

Sjá næstu 50 fréttir