Fleiri fréttir Fowler fer aftur á Anfield Nú hefur verið dregið í fjórðu umferð enska deildarbikarsins og þar ber hæst að Robbie Fowler fer með liði sínu Cardiff á Anfield og mætir sínum gömlu félögum í Liverpool. Þá fá United-banarnir í Coventry heimaleik á móti West Ham. 29.9.2007 12:10 Drogba: Andinn er farinn Framherjinn Didier Drogba segist enn vera í sjokki yfir brottförn Jose Mourinho hjá Chelsea. Hann segir andann í herbúðum liðsins ekki saman síða og segist þurfa að finna sér nýja hvatningu til að spila með liðinu. 29.9.2007 11:50 Schmeichel settur út úr liði City Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeidinni er nú að hefjast og er hann sýndur beint á Sýn 2. Þetta er viðureign Man City og Newcastle. Athygli vekur að danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið settur út úr liðinu og í hans stað kemur Joe Hart. 29.9.2007 11:38 Hamilton náði ráspól Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið. 29.9.2007 11:33 Meistarar krýndir í dag 29.9.2007 00:01 Þróttur upp og Reynir niður Þróttur vann Reynismenn suður með sjó, 4-0, á meðan að ÍBV vann Fjölni, 4-3. Þróttarar fara því upp ásamt deildarmeisturum Grindavíkur og Fjölni. 28.9.2007 19:15 Hjörtur: Líklegt að ég hætti Hjörtur Hjartarson, markakóngur 1. deildarinnar, segir líklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik í dag. 28.9.2007 23:17 Keflavík mætir Haukum í úrslitum Keflavík vann í kvöld Grindavík í síðari undanúrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar í körfubolta. 28.9.2007 23:04 Óli Stefán: Hamingjusamasti maður landsins Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur, segist vera hamingjusamasti maður Íslands í dag. 28.9.2007 22:54 Ásmundur: Ekki feiminn við að hvíla menn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hvíldi sjö fastamenn í dag vegna bikarúrslitaleiksins um næstu helgi. 28.9.2007 22:45 Heimir: Vonbrigðin komu í vor Heimir Hallgrímsson segist vera sáttur við sína menn í ÍBV þó svo að liðið hafi setið eftir í 1. deildinni. 28.9.2007 22:35 Haukar í úrslitin Haukar komust í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna með sigur á Val í undanúrslitum. 28.9.2007 22:15 Óskar Bjarni: Getum byggt á þessu Óskar Bjarni Óskarsson og Ólafur Haukur Gíslason voru ánægðir með síðari hálfleik í leik Vals og Gummersbach í kvöld. 28.9.2007 22:09 Momir Ilic: Spila á Íslandi á hverju ári Momir Ilic, serbneska skyttan í liði Gummersbach, sagðist vera orðinn vel vanur því að spila á Íslandi. 28.9.2007 22:02 Alfreð: Þveröfugt við síðustu Íslandsför Alfreð Gíslason var hæstánægður með sigur sinna manna í Gummersbach á Val í kvöld. 28.9.2007 21:44 Gummersbach vann Val Gummersbach vann í kvöld níu marka sigur á Val í Meistaradeild Evrópu, 33-24, í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda. 28.9.2007 21:15 Eysteinn: Þvílíkur léttir Eysteini Pétri Lárussyni, fyrirliða Þróttar, var mikið létt í leikslok í Sandgerði í kvöld. Þá komst Þróttur upp í efstu deild eftir 4-0 sigur á heimamönnum í Reyni. 28.9.2007 19:54 Geymt en ekki gleymt Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu. 28.9.2007 16:44 Horfi bara á fótbolta í sjónvarpinu Jose Mourinho segist ætla að horfa mikið á fótbolta þó hann ætli sér að slappa af næstu vikurnar eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann segist þó ekki ætla að bregða sér á völlinn. 28.9.2007 16:30 Gylfi dæmir síðasta leikinn í dag Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni. 28.9.2007 16:00 Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14. 28.9.2007 15:03 Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea Sir Alex Ferguson hefur varað við því að fólk vanmeti Chelsea þó liðið hafi gengið í gegn um erfiða tíma á síðustu vikum. Stjóri Manchester United segir Chelsea of vel mannað lið til að hægt sé að afskrifa það í titilbaráttunni. 28.9.2007 14:54 Drogba er klár Avram Grant hefur nú staðfest að framherjinn Didier Drogba verði klár í slaginn á morgun þegar Cehlsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Drogba hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn Aston Villa í byrjun mánaðarins. 28.9.2007 14:48 Ársmiðar uppseldir hjá Boston Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. 28.9.2007 14:45 Komdu til Ítalíu, Jose Framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan hefur skorað á fyrrum stjóra sinn Jose Mourinho að koma til Ítalíu og gerast þar þjálfari. Crespo spilaði fyrir Mourinho þegar hann lék með Chelsea. 28.9.2007 14:27 Valur - Gummersbach í kvöld Íslenskum handboltaáhugamönnum gefst nú tækifæri annað árið í röð til að sjá stórliðið Gummersbach spila hér á landi. Valur og Gummersbach eigast við í meistaradeildinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30 í Vodafone höllinni. 28.9.2007 13:54 Reading er með bestu framherja í heimi Dave Kitson, framherji Reading, segir liðið hafa á að skipa bestu framherjum í heiminum þegar haft er í huga að þeir kostuðu félagið ekki nema rúma milljón punda samanlagt. Það er til að mynda meira en tíu sinnum lægri upphæð en Tottenham greiddi fyrir varamanninn Darren Bent í sumar. 28.9.2007 13:38 Bein lýsing frá 1. deildinni í dag Vísir mun í dag fylgjast með gangi mála í leikjum lokaumferðar 1. deildar karla í dag. 28.9.2007 13:33 Lokaumferðin í beinni á Sýn Á morgun fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá gerist það í fyrsta skipti að tveir leikir í Landsbankadeildinni verði sýndir í beinni útsendingu á sama tíma. 28.9.2007 12:05 Betur fór en á horfðist hjá Einari Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hjá Flensburg getur nú varpað öndinni léttar eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ciudad Real í gær voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 28.9.2007 11:02 Eriksson: Mig langaði að kaupa Owen Sven-Göran Eriksson, stjór Man City, segir að sig hafi mikið langað að kaupa framherjann Michael Owen frá Newcastle í sumar. Hann segist hinsvegar hafa ákveðið að kaupa frekar fleiri en færri leikmenn og að verðmiðinn á Owen hafi verið of hár. 28.9.2007 10:54 Wenger hefur áhyggjur af knattspyrnunni Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa miklar áhyggjur af framtíð ensku knattspyrnunnar vegna ágangs fjölmiðla og afskipta viðskiptajöfra. 28.9.2007 10:44 Hardaway vinnur með samkynhneigðum Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. 28.9.2007 10:26 Giggs liggur ekkert á að semja Ryan Giggs segist vongóður um að hann nái að framlengja samning sinn við Manchester United vandræðalaust, en þessi 33 ára gamli leikmaður er í viðræðum um að lengja dvöl sína á Old Trafford upp í 17 ár. 28.9.2007 10:11 Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov hefur nú keypt aukinn hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hann hafi keypt bréf í félaginu fyrir um 6 milljónir punda og eigi því fyrir vikið um 23% hlut í félaginu. 28.9.2007 10:02 McLaren vill að ég verði heimsmeistari Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra. 28.9.2007 09:51 KR gerði best við fjölmiðla Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn. 28.9.2007 09:26 Einar Hólmgeirsson með rifinn lærvöðva Allt útlit er fyrir að Einar Hólmgeirsson hafi orðið fyrir enn einu áfallinu í kvöld. 27.9.2007 20:08 Snæfell og KR leika til úrslita Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn. 27.9.2007 22:41 Aron: Hefur verið góð byrjun á mótinu Aron Kristjánsson hefði viljað tvö stig í kvöld en var sáttur úr því sem komið var. 27.9.2007 22:26 Björgvin: Aular að klúðra þessu Björgvin Gústavsson markvörður Fram var ekki sáttur við að hafa misst leikinn gegn Haukum í jafntefli. 27.9.2007 22:18 Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer“-marki í leikslok. 27.9.2007 21:57 Real Madrid aftur á toppinn Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Real Betis nú í kvöld. 27.9.2007 21:51 Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann. 27.9.2007 21:47 KR í úrslit KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21. 27.9.2007 20:45 Sjá næstu 50 fréttir
Fowler fer aftur á Anfield Nú hefur verið dregið í fjórðu umferð enska deildarbikarsins og þar ber hæst að Robbie Fowler fer með liði sínu Cardiff á Anfield og mætir sínum gömlu félögum í Liverpool. Þá fá United-banarnir í Coventry heimaleik á móti West Ham. 29.9.2007 12:10
Drogba: Andinn er farinn Framherjinn Didier Drogba segist enn vera í sjokki yfir brottförn Jose Mourinho hjá Chelsea. Hann segir andann í herbúðum liðsins ekki saman síða og segist þurfa að finna sér nýja hvatningu til að spila með liðinu. 29.9.2007 11:50
Schmeichel settur út úr liði City Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeidinni er nú að hefjast og er hann sýndur beint á Sýn 2. Þetta er viðureign Man City og Newcastle. Athygli vekur að danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið settur út úr liðinu og í hans stað kemur Joe Hart. 29.9.2007 11:38
Hamilton náði ráspól Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið. 29.9.2007 11:33
Þróttur upp og Reynir niður Þróttur vann Reynismenn suður með sjó, 4-0, á meðan að ÍBV vann Fjölni, 4-3. Þróttarar fara því upp ásamt deildarmeisturum Grindavíkur og Fjölni. 28.9.2007 19:15
Hjörtur: Líklegt að ég hætti Hjörtur Hjartarson, markakóngur 1. deildarinnar, segir líklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik í dag. 28.9.2007 23:17
Keflavík mætir Haukum í úrslitum Keflavík vann í kvöld Grindavík í síðari undanúrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar í körfubolta. 28.9.2007 23:04
Óli Stefán: Hamingjusamasti maður landsins Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur, segist vera hamingjusamasti maður Íslands í dag. 28.9.2007 22:54
Ásmundur: Ekki feiminn við að hvíla menn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hvíldi sjö fastamenn í dag vegna bikarúrslitaleiksins um næstu helgi. 28.9.2007 22:45
Heimir: Vonbrigðin komu í vor Heimir Hallgrímsson segist vera sáttur við sína menn í ÍBV þó svo að liðið hafi setið eftir í 1. deildinni. 28.9.2007 22:35
Haukar í úrslitin Haukar komust í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna með sigur á Val í undanúrslitum. 28.9.2007 22:15
Óskar Bjarni: Getum byggt á þessu Óskar Bjarni Óskarsson og Ólafur Haukur Gíslason voru ánægðir með síðari hálfleik í leik Vals og Gummersbach í kvöld. 28.9.2007 22:09
Momir Ilic: Spila á Íslandi á hverju ári Momir Ilic, serbneska skyttan í liði Gummersbach, sagðist vera orðinn vel vanur því að spila á Íslandi. 28.9.2007 22:02
Alfreð: Þveröfugt við síðustu Íslandsför Alfreð Gíslason var hæstánægður með sigur sinna manna í Gummersbach á Val í kvöld. 28.9.2007 21:44
Gummersbach vann Val Gummersbach vann í kvöld níu marka sigur á Val í Meistaradeild Evrópu, 33-24, í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda. 28.9.2007 21:15
Eysteinn: Þvílíkur léttir Eysteini Pétri Lárussyni, fyrirliða Þróttar, var mikið létt í leikslok í Sandgerði í kvöld. Þá komst Þróttur upp í efstu deild eftir 4-0 sigur á heimamönnum í Reyni. 28.9.2007 19:54
Geymt en ekki gleymt Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu. 28.9.2007 16:44
Horfi bara á fótbolta í sjónvarpinu Jose Mourinho segist ætla að horfa mikið á fótbolta þó hann ætli sér að slappa af næstu vikurnar eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann segist þó ekki ætla að bregða sér á völlinn. 28.9.2007 16:30
Gylfi dæmir síðasta leikinn í dag Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni. 28.9.2007 16:00
Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14. 28.9.2007 15:03
Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea Sir Alex Ferguson hefur varað við því að fólk vanmeti Chelsea þó liðið hafi gengið í gegn um erfiða tíma á síðustu vikum. Stjóri Manchester United segir Chelsea of vel mannað lið til að hægt sé að afskrifa það í titilbaráttunni. 28.9.2007 14:54
Drogba er klár Avram Grant hefur nú staðfest að framherjinn Didier Drogba verði klár í slaginn á morgun þegar Cehlsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Drogba hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn Aston Villa í byrjun mánaðarins. 28.9.2007 14:48
Ársmiðar uppseldir hjá Boston Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. 28.9.2007 14:45
Komdu til Ítalíu, Jose Framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan hefur skorað á fyrrum stjóra sinn Jose Mourinho að koma til Ítalíu og gerast þar þjálfari. Crespo spilaði fyrir Mourinho þegar hann lék með Chelsea. 28.9.2007 14:27
Valur - Gummersbach í kvöld Íslenskum handboltaáhugamönnum gefst nú tækifæri annað árið í röð til að sjá stórliðið Gummersbach spila hér á landi. Valur og Gummersbach eigast við í meistaradeildinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30 í Vodafone höllinni. 28.9.2007 13:54
Reading er með bestu framherja í heimi Dave Kitson, framherji Reading, segir liðið hafa á að skipa bestu framherjum í heiminum þegar haft er í huga að þeir kostuðu félagið ekki nema rúma milljón punda samanlagt. Það er til að mynda meira en tíu sinnum lægri upphæð en Tottenham greiddi fyrir varamanninn Darren Bent í sumar. 28.9.2007 13:38
Bein lýsing frá 1. deildinni í dag Vísir mun í dag fylgjast með gangi mála í leikjum lokaumferðar 1. deildar karla í dag. 28.9.2007 13:33
Lokaumferðin í beinni á Sýn Á morgun fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá gerist það í fyrsta skipti að tveir leikir í Landsbankadeildinni verði sýndir í beinni útsendingu á sama tíma. 28.9.2007 12:05
Betur fór en á horfðist hjá Einari Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hjá Flensburg getur nú varpað öndinni léttar eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ciudad Real í gær voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 28.9.2007 11:02
Eriksson: Mig langaði að kaupa Owen Sven-Göran Eriksson, stjór Man City, segir að sig hafi mikið langað að kaupa framherjann Michael Owen frá Newcastle í sumar. Hann segist hinsvegar hafa ákveðið að kaupa frekar fleiri en færri leikmenn og að verðmiðinn á Owen hafi verið of hár. 28.9.2007 10:54
Wenger hefur áhyggjur af knattspyrnunni Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa miklar áhyggjur af framtíð ensku knattspyrnunnar vegna ágangs fjölmiðla og afskipta viðskiptajöfra. 28.9.2007 10:44
Hardaway vinnur með samkynhneigðum Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. 28.9.2007 10:26
Giggs liggur ekkert á að semja Ryan Giggs segist vongóður um að hann nái að framlengja samning sinn við Manchester United vandræðalaust, en þessi 33 ára gamli leikmaður er í viðræðum um að lengja dvöl sína á Old Trafford upp í 17 ár. 28.9.2007 10:11
Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov hefur nú keypt aukinn hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hann hafi keypt bréf í félaginu fyrir um 6 milljónir punda og eigi því fyrir vikið um 23% hlut í félaginu. 28.9.2007 10:02
McLaren vill að ég verði heimsmeistari Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra. 28.9.2007 09:51
KR gerði best við fjölmiðla Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn. 28.9.2007 09:26
Einar Hólmgeirsson með rifinn lærvöðva Allt útlit er fyrir að Einar Hólmgeirsson hafi orðið fyrir enn einu áfallinu í kvöld. 27.9.2007 20:08
Snæfell og KR leika til úrslita Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn. 27.9.2007 22:41
Aron: Hefur verið góð byrjun á mótinu Aron Kristjánsson hefði viljað tvö stig í kvöld en var sáttur úr því sem komið var. 27.9.2007 22:26
Björgvin: Aular að klúðra þessu Björgvin Gústavsson markvörður Fram var ekki sáttur við að hafa misst leikinn gegn Haukum í jafntefli. 27.9.2007 22:18
Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer“-marki í leikslok. 27.9.2007 21:57
Real Madrid aftur á toppinn Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Real Betis nú í kvöld. 27.9.2007 21:51
Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann. 27.9.2007 21:47
KR í úrslit KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21. 27.9.2007 20:45