Fleiri fréttir

Friðrik Stefánsson á leið í hjartaaðgerð

Landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík getur ekki spilað með liðinu á næstunni, en hann þarf að fara í hjartaaðgerð í næstu viku. Friðrik varð fyrst var við að ekki væri allt með felldu þegar hann féll í yfirlið í leik fyrir tveimur árum.

Spænskir þjálfarar njóta ekki virðingar

Bernd Schuster segir að þjálfarar á Spáni eigi langt í land með að njóta sömu virðingar og kollegar þeirra á Englandi. Hann segir litla þolinmæði í garð þeirra og á ekki von á að sjá stjóra sitja í starfi í tíu ár á Spáni líkt og þekkist á Englandi.

Brassar í úrslit

Brasilíukonur tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleiknum á HM kvenna í knattspyrnu með 4-0 sigri á Bandaríkjamönnum. Hin magnaða Marta skoraði tvö mörk í leiknum og hefur nú skorað 7 mörk í keppninni. Brassar leiddu 2-0 í hálfleik og var sigur liðsins aldrei í hættu eftir að Bandaríkjamenn misstu mann af velli í síðari hálfleik.

Zlatan getur skorað þegar hann vill

Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, fór fögrum orðum um sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í gærkvöld þegar hann skoraði tvö marka liðsins í 3-0 sigri á Sampdoria.

Hierro styður Aragones

Fernando Hierro, sem í gær var formlega ráðinn framkvæmdastjóri spænska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Luis Aragones landsliðsþjálfara.

Ronaldinho vill frekar fara til Milan

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport heldur áfram að kynda undir orðróm um að Ronaldinho sé á leið frá Barcelona þrátt fyrir að forráðamenn Katalóníufélagsins hafi gefið út að hann fari ekki fet.

Uefa ætlar ekki að banna Grant

Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu segir að ekki standi til að banna Avram Grant að stýra liði Chelsea í Meistaradeildinni. Grant er ekki með opinbert atvinnuleyfi til að þjálfa og er á undanþágu, en Uefa segir málið ekki í sínum höndum.

PSV vísað úr bikarkeppninni

Hollenska stórliðinu PSV Eindhoven var í dag dæmt úr leik í hollensku bikarkeppninni fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í 3-0 sigri á varaliði Heerenveen í gærkvöld. Varnarmaðurinn Manuel da Costa spilaði leikinn en átti að taka út leikbann eftir að hafa fengið tvö gul spjöld í keppninni á síðustu leiktíð.

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í tapinu gegn Manchester United um síðustu helgi. Þá hefur aðstoðarstjórinn Steve Clarke einnig verið kærður fyrir ósæmilegan munnsöfnuð við dómara leiksins.

Sanchez lét dómara heyra það

Lawrie Sanchez, stjóri Fulham, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann lét þung orð falla um dómgæsluna í gær þegar hans menn duttu út úr enska deildarbikarnum.

Roma leitar hefnda

Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í næstu viku þar sem nokkrir stórleikir verða á dagskrá. Einn af athygliverðari leikjunum verður án efa slagur Manchester United og Roma, en þar eiga Rómverjar sannarlega harma að hefna eftir útreiðina á síðustu leiktíð.

Tryggði hendur sínar fyrir 660 milljónir

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid hefur tryggt hendur sínar fyrir 660 milljónir króna fyrir leiktíðina. Tryggingin er meiðsla- og slysatrygging. "Tryggingafyrirtækið mat upphæðina, en ég vona að komi aldrei neitt fyrir hendurnar á mér. Annars eru allir líkamshlutar jafn mikilvægir, svo ég hugsa ekki mikið um þetta," sagði Casillas á blaðamannafundi.

Hamilton ætlar að ræða við Alonso

Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina.

Torres minnir mig á Ian Rush

Steven Gerrard segir að spænski framherjinn Fernando Torres sé farinn að minna sig á goðsögnina Ian Rush eftir að hann skoraði þrennu í sigri Liverpool á Reading í deildarbikarnum.

Mourinho-æði í Portúgal

Allt fór á annan endann í Portúgal í gær þegar knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sneri eftur heima eftir að hafa hætt hjá Chelsea. Fyrrum forsætisráðherra landsins móðgaðist og hætti við að gefa sjónvarpsviðtal eftir að það var truflað vegna heimkomu hins einstaka.

Almunia: Sætið er mitt

Spænski markvörðurinn Manuel Almunia segist staðráðinn í að halda byrjunarliðssæti sínu hjá Arsenal. Hann hefur staðið sig vel síðan Jens Lehmann meiddist í upphafi leiktíðar, en þýski markvörðurinn hafði gert nokkur slæm mistök í fyrstu leikjunum áður en hann meiddist.

Beckham fékk hjartaáfall

David Beckham liggur nú á sjúkrahúsi í London eftir að hafa fengið hjartaáfall í gærkvöldi. Hér er um að ræða David Edward Beckham, faðir fyrrum fyrirliða enska landsliðsins og leikmanns LA Galaxy.

Það nær enginn betri árangri en ég

Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur varað stjórn félagsins við því að reka sig úr starfi. Hann segir að með því gæti stjórnin gert mikil mistök og aðeins sett liðið aftur um nokkur ár í áformum sínum.

Frábær úrslit hjá GOG

Íslendingaliðið GOG Svendborg gerði góða ferð til Spánar í Meistaradeildinni í handbolta í gær þegar það náði 28-28 jafntefli við stórlið Portland San Antonio. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 5 mörk fyrir danska liðið og Snorri Steinn Guðjónsson eitt, þrátt fyrir að vera meiddur á öxl.

Öruggt hjá Fram og Val

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og voru úrslit leikjanna eftir bókinni.

Keflavík vann KR

Nú er ljóst hvaða fjögur lið komust í undanúrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir að Keflavík vann KR í kvöld.

Stelios skaut Bolton áfram

Grikkinn Stelios Giannakopoulos var hetja Bolton í kvöld er hann tryggði liði sínu 2-1 sigur gegn Bolton í framlengdum leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni.

Bayern skoraði fimm

Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og er Bayern München enn á toppnum.

Villarreal á toppinn

Villarreal verður á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar næsta sólarhringinn að minnsta kosti.

Lilleström sló út Stabæk

Lilleström sló út Stabæk í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar og mætir Haugesund í úrslitum.

Del Piero vill ekki launalækkun

Samningaviðræður Alessandro del Piero og forráðamanna Juventus eru enn á ný komnar í strand. Del Piero kemur til með að þurfa að sætta sig við launalækkun ef hann ætlar að spila áfram með liðinu og það þykir bróður hans og umboðsmanni blóðugt.

Shawn Marion vill fara frá Phoenix

Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix Suns í NBA deildinni hefur farið fram á að verða skipt frá félaginu. Hann segist vera orðinn dauðleiður á sífelldum orðrómum um að honum verði skipt í burtu og segir tíma til kominn að breyta til eftir 8 ár í eyðimörkinni.

Þjóðverjar í úrslit

Þjóðverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu með 3-0 sigri á Norðmönnum í undanúrslitum. Norska liðið var betra í fyrri hálfleik en lenti undir á sjálfsmarki frá Trine Ronning tveimur mínútum fyrir hlé.

Chelsea neitar orðrómi um Van Basten

Forráðamenn Chelsea hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir neita því alfarið að hafa rætt við Marco Van Basten um að taka við liðinu. Van Basten er landsliðsþjálfari Hollendinga og hefur verið orðaður mikið við Chelsea síðan hann sást horfa á leik með liðinu um helgina.

Opin æfing hjá Gummersbach

Þýska stórliðið Gummersbach verður með opna æfingu í Vodafone höllinni að Hlíðarenda klukkan 19:45 annað kvöld þar sem ungir Valsarar sem aðrir munu geta fylgst með æfingu lærisveina Alfreðs Gíslasonar. Gummersbach mætir Val í Evrópukeppninni á föstudagskvöldið klukkan 19:30.

Sjá næstu 50 fréttir