Hardaway vinnur með samkynhneigðum 28. september 2007 10:26 Hardaway situr fyrir brosandi á heimasíðu YES samtakanna Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu. NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu.
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira