Enski boltinn

Horfi bara á fótbolta í sjónvarpinu

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segist ætla að horfa mikið á fótbolta þó hann ætli sér að slappa af næstu vikurnar eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann segist þó ekki ætla að bregða sér á völlinn.

"Ég ætla að segja alveg skilið við álagið sem var á mér síðasta hálfa árið en ég vil ekki vera lengi atvinnulaus. Ég ætla að vera vel undirbúinn þegar ég byrja að vinna aftur - hvort sem það verður eftir viku, mánuð eða ár," sagði Mourinho - sem þó ætlar ekki að mæta á völlinn.

"Ég mun fylgjast með gangi mála í helstu deildum og líka hérna heima í Portúgal, en það mun ég gera utanfrá og í sjónvarpinu heima. Ég ætla ekki að mæta á völlinn því það skapar bara spennu," sagði Mourinho.

Hann útilokar þó ekki að fara og sjá gamla liðið sitt Vitoria Setubal þar sem hann byrjaði sem útsendari og lærði af föður sínum sem þjálfaði liðið. "Það yrði séð sem tákn um ástríðu mína í garð félagsins," sagði Portúgalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×