Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 6. desember 2025 20:55 Stelpurnar börðust fyrir þriggja marka sigri í kvöld. vísir Kvennalandslið Íslands í handbolta hafði betur gegn frænkum vorum í Færeyjum í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta. Leiknum lauk 33-30 Íslandi í vil og íslenska liðið kveður þannig mótið á góðum nótum. Íslenska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af fyrri hálfleiknum og náði mest sex marka forystu, 13-7, um miðjafn hálfleikinn. Þá tók aðeins að halla undan fæti hjá íslenska liðinu en frammliggjandi 4-2 vörn færeyska liðsins flæktist fyrir leikmönnum íslenska liðsins og Annika Fríðheim Petersen átti góða innkomu í mark Færeyja. Á hinum enda vallarins átti íslenska vörnin í vandræðum með færeyska sóknarleikinn sem stillt var upp í 7 á 6. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan svo 16-14 Íslandi í vil og margt jákvætt sem hægt var að taka með sér inn í seinni hálfleikinn. Ísland kom af krafti inn í seinni hálfleikinn og Matthildur Lilja Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 21-16 í upphafi seinni hálfleiks með sínu fyrsta marki á þessu heimsmeistaramóti. Munurinn var í kringum fimm mörk næstu mínúturnar en í kjölfarið kom vondur kafli hjá íslenska liðinu og Færeyjar minnkuðu muninn í eitt mark, 28-27, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Arnar Pétursson tók þá leikhlé og íslenska liðið hélt sjó á lokamínútum leiksins. Hafdís Renötudóttir varði tvo gríðarlega mikilvæga bolta á lokakafla leiksins og Katrín Tinna Jensdóttir kórónaði frábæran leik sinn sem og gulltryggði fyrsta sigur íslenska liðsins í milliriðli á heimsmeistaramóti í sögunni. Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik íslenska liðsins en auk þess að skora sjö mörk og var markahæst átti hún fjölmargar stoðsendinga og fiskaði þó nokkur víti. Elín Klara sem og Elín Rósa Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir unnu vel með Katrínu Tinnu sem skoraði sex mörk en Katrín Tinna var sömuleiðis sterk í varnarleiknum. Sandra var öryggið uppmálið af vítalínunni en hún skoraði úr öllum þremur vítunum sem hún tók í leiknum og alls fjögur mörk. Thea Imani Sturludóttir skoraði sömuleiðs fjögur mörk í leiknum. Hafdís Renötudóttir átti góðan leik í marki íslenska liðsins en hún varði 11 skot í þessum leik. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025
Kvennalandslið Íslands í handbolta hafði betur gegn frænkum vorum í Færeyjum í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta. Leiknum lauk 33-30 Íslandi í vil og íslenska liðið kveður þannig mótið á góðum nótum. Íslenska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af fyrri hálfleiknum og náði mest sex marka forystu, 13-7, um miðjafn hálfleikinn. Þá tók aðeins að halla undan fæti hjá íslenska liðinu en frammliggjandi 4-2 vörn færeyska liðsins flæktist fyrir leikmönnum íslenska liðsins og Annika Fríðheim Petersen átti góða innkomu í mark Færeyja. Á hinum enda vallarins átti íslenska vörnin í vandræðum með færeyska sóknarleikinn sem stillt var upp í 7 á 6. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan svo 16-14 Íslandi í vil og margt jákvætt sem hægt var að taka með sér inn í seinni hálfleikinn. Ísland kom af krafti inn í seinni hálfleikinn og Matthildur Lilja Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 21-16 í upphafi seinni hálfleiks með sínu fyrsta marki á þessu heimsmeistaramóti. Munurinn var í kringum fimm mörk næstu mínúturnar en í kjölfarið kom vondur kafli hjá íslenska liðinu og Færeyjar minnkuðu muninn í eitt mark, 28-27, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Arnar Pétursson tók þá leikhlé og íslenska liðið hélt sjó á lokamínútum leiksins. Hafdís Renötudóttir varði tvo gríðarlega mikilvæga bolta á lokakafla leiksins og Katrín Tinna Jensdóttir kórónaði frábæran leik sinn sem og gulltryggði fyrsta sigur íslenska liðsins í milliriðli á heimsmeistaramóti í sögunni. Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik íslenska liðsins en auk þess að skora sjö mörk og var markahæst átti hún fjölmargar stoðsendinga og fiskaði þó nokkur víti. Elín Klara sem og Elín Rósa Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir unnu vel með Katrínu Tinnu sem skoraði sex mörk en Katrín Tinna var sömuleiðis sterk í varnarleiknum. Sandra var öryggið uppmálið af vítalínunni en hún skoraði úr öllum þremur vítunum sem hún tók í leiknum og alls fjögur mörk. Thea Imani Sturludóttir skoraði sömuleiðs fjögur mörk í leiknum. Hafdís Renötudóttir átti góðan leik í marki íslenska liðsins en hún varði 11 skot í þessum leik.