Enski boltinn

Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hefur varað við því að fólk vanmeti Chelsea þó liðið hafi gengið í gegn um erfiða tíma á síðustu vikum. Stjóri Manchester United segir Chelsea of vel mannað lið til að hægt sé að afskrifa það í titilbaráttunni.

"Chelsea náði fínum úrslitum gegn Hull í vikunni 4-0 og það á útivelli. Það var frábært fyrir Grant að ná í þennan sigur og ég veit ekki hvernig í ósköpunum menn fá það út að Chelsea sé úr leik í baráttunni um titilinn með þennan mannskap," sagði Ferguson.

Hann lét þó í veðri vaka að hugsanlega færi einvígi Manchester United og Arsenal fá sama vægi og það gerði áður en Jose Mourinho tók við taumunum á Stamford Bridge.

"Arsenal hefur verið að ná frábærum úrslitum og hefur sett tóninn í deildinni. Þetta verður mjög áhugaverð deildarkeppni í vetur," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×