Fleiri fréttir

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

„Erum búnir að vera ó­geðs­lega lé­legir í þrjá leiki í röð“

„Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð.

Albert skoraði og lagði upp í mikil­vægum sigri

Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni.

Fær rúmlega tíu milljarða frá Puma

Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins, hefur skrifað undir fimm ára skósamning við Puma. Samningurinn gefur honum rúmlega tíu milljarða íslenskra króna í vasann.

Neymar undir hnífinn og frá næstu þrjá til fjóra mánuðina

Vonir Frakklandsmeistara París Saint-Germain um að vinna Meistaradeild Evrópu minnkuðu til muna í dag þegar staðfest var að Brasilíumaðurinn Neymar þurfi að fara í aðgerð á hægri ökkla. Verður hann frá næstu þrjá til fjóra mánuðina.

Handtóku táninginn sem gerði Klopp brjálaðan

Lögreglan í Merseyside hefur handtekið 16 ára dreng fyrir að brjóta sér leið inn á völlinn á Anfield í gær þegar Liverpool vann 7-0 risasigurinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“

Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni.

Fékk lóð í höfuðið á æfingu

Fyrirliði Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta varð fyrir nokkuð óvenjulegum meiðslum á æfingu liðsins á dögunum.

Íslenskir veiðimenn í útrás

Það hefur ekkert farið framhjá neinum sem er að kaupa veiðileyfi fyrir komandi tímabil að víða hafa veiðileyfi hækkað nokkuð mikið milli ára.

Innlit í framtíðina hjá Liverpool

Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær.

Arnór kallaður inn í A-landsliðið

Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið fyrir leiki íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Gary Neville: Leikmenn Manchester United voru étnir lifandi

Fyrrum fyrirliði Manchester United sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi liðið eftir 7-0 tap á móti Liverpool á Anfield í gær. Þetta er stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það á móti erkifjendunum í Liverpool.

Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna

Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle.

Gleðin við völd á Nettó-mótinu

Mikil gleði var í Reykjanesbæ um helgina er Nettó-mótið í körfubolta fór fram. Yfir eitt þúsund keppendur tóku þátt á mótinu.

Frammistaðan í kvöld sú versta á árinu: „Ég skammast mín“

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var vægast sagt súr eftir heimsókn liðsins á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United mátti þola sitt stærsta tap frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar, lokatölur 7-0 Liverpool í vil.

Sjá næstu 50 fréttir