Fleiri fréttir „Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. 5.3.2023 22:07 Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni annan leikinn í röð Spánarmeistarar Real Madrid þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 5.3.2023 22:07 Mourinho-lausir Rómverjar stukku upp í Meistaradeildarsæti Roma lyfti sér upp í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Juventus í kvöld. José Mourinho tók út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu. 5.3.2023 21:51 Sigríður Lára leggur skóna á hilluna Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu, aðeins 28 ára gömul. 5.3.2023 21:39 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 94-100 | Stólarnir að slíta sig frá Blikum Tindastóll vann mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 94-100. Liðin sitja í 5. og 6. sæti Subway-deildarinnar og með sigrinum náðu Stólarnir fjögurra stiga forskoti á Blika. 5.3.2023 21:14 Hákon skoraði er FCK vann risasigur í Íslendingaslag Hákon Arnar Haraldsson skoraði fimmta mark FC Kaupmannahafnar er liðið vann 7-0 risasigur gegn Aroni Elísi Þrándarsyni og félögum hans í OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 5.3.2023 20:25 Arsenal kom til baka og vann sinn fyrsta titil í fjögur ár Arsenal vann 3-1 sigur gegn Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins í dag og tryggði sér þar með sinn fyrsta titil í fjögur ár. 5.3.2023 18:47 Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur. 5.3.2023 18:23 Viggó skoraði sjö í þriðja sigri Leipzig í röð Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var næstmarkahæsti maður vallarins er Leipzig vann sterkan þriggja marka sigur gegn Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-34. 5.3.2023 18:05 Íslensk samvinna skilaði Lyngby öðrum sigri tímabilsins Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins er Lyngby vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 5.3.2023 17:54 Tíu Börsungar náðu tíu stiga forskoti Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur gegn Valencia í dag, en Börsungar þurftu að spila seinasta hálftímann manni færri. 5.3.2023 17:21 Nafnarnir skoruðu þrjú í stórsigri Norrköping Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu þrjú af fjórum mörkum Norrköping er liðið vann öruggan 4-0 útisigur gegn IFK Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 5.3.2023 17:01 Guðmundur Stephensen Íslandsmeistari í borðtennis eftir tíu ára fjarveru Guðmundur Eggert Stephensen snéri aftur á Íslandsmótið í borðtennis í dag eftir tíu ára fjarveru og gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í einliðaleik á ferlinum. 5.3.2023 16:48 Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. 5.3.2023 16:22 Man United áfram á toppnum Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli. 5.3.2023 16:01 Hildur og María lögðu toppliðið Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann 2-1 sigur á toppliði FC Twente. 5.3.2023 15:30 Gísli Þorgeir frábær í sigri á Refunum frá Berlín Ríkjandi meistarar Magdeburg tóku á móti toppliði Füchse Berlín í stórleik þýska handboltans í dag. Fór það svo að Magdeburg vann með fimm marka mun, lokatölur 34-29. Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær liði heimamanna. 5.3.2023 15:00 Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. 5.3.2023 14:31 Anton Sveinn á góðu skriði Sundmaðurinn Antonn Sveinn McKee endaði um helgina í öðru sæti í 200 metra bringusundi á Tyr-mótaröðinni. Anton Sveinn er í fínum málum fyrir Íslandsmeistaramótið sem fram fer í Laugardalslaug þann 1. til 3. apríl næstkomandi. 5.3.2023 13:46 Guðmann leggur skóna á hilluna Hinn 36 ára gamli Guðmann Þórisson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann tilkynnti það á sinn einstaka hátt á Instagram-síðu sinni. 5.3.2023 13:00 Mbappé markahæstur í sögu PSG Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið. 5.3.2023 12:31 Lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið Lucie Stefaniková kom, sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem haldið var í gær, laugardag, á heimavelli Stjörnunnar í Miðgarði. Það sem vakti hvað mesta athygli er að Lucie er komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn. 5.3.2023 12:00 Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. 5.3.2023 11:15 Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. 5.3.2023 10:30 Dagur Dan lék í markalausu jafntefli | Töp hjá Guðlaugi Victori og Þorleifi MLS-deildin í Bandaríkjunum er farin á fleygiferð að nýju og fór fjöldi leikja fram í nótt. Alls voru þrír Íslendingar í eldlínunni en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp CF Montréal að þessu sinni. 5.3.2023 10:01 Seinni bylgjan: Hver er þetta? „Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál. 5.3.2023 09:30 Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. 5.3.2023 08:00 Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. 5.3.2023 07:00 Dagskráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn, spæsnki körfuboltinn, NBA og rafíþróttir Það verður nóg um að vera á sportrásum Stö-var 2 í dag þar sem boðið verður upp á tíu beinar útsendingar frá morgni og langt fram eftir kvöldi. 5.3.2023 06:01 Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4.3.2023 23:14 Sandra hlóð í þrennu gegn Íslandsmeisturunum | Blikar völtuðu yfir Aftureldingu Sandra María Jessen skoraði þrennu fyrir Þór/KA er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Birta Georgsdóttir einnig þrennu fyrir Breiðablik sem vann vægast sagt öruggan sigur gegn Aftureldingu, lokatölur 7-0. 4.3.2023 22:31 Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. 4.3.2023 22:26 Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð. 4.3.2023 21:47 Snæfríður sló tvö Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló tvö Íslandsmet á Vestur-Danmerkurmótinu í sundi í dag. 4.3.2023 21:11 Janus og Sigvaldi einu stigi frá deildarmeistaratitlinum Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28. 4.3.2023 20:33 Bayern endurheimti toppsætið Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma. 4.3.2023 20:03 Jón Dagur skoraði tvö og lagði upp eitt í langþráðum sigri Leuven Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var allt í öllu í liði OH Leuven er liðið vann langþráðan 4-2 sigur gegn Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 4.3.2023 19:41 Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld. 4.3.2023 19:28 „Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. 4.3.2023 18:38 Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 4.3.2023 18:29 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur B 26-29 | Íslensku stelpurnar köstuðu frá sér sjö marka forskoti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. 4.3.2023 18:14 Árs bann þriggja heldri kylfinga staðfest Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér. 4.3.2023 18:08 Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4.3.2023 17:36 Úlfarnir fjarlægjast fallsvæðið eftir sigur gegn Tottenham | Brighton valtaði yfir West Ham Wolves vann virkilega sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Brighton afar öruggan 4-0 sigur gegn West Ham á sama tíma og Aston Villa lagði Crystal Palace, 1-0. 4.3.2023 17:19 Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. 4.3.2023 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. 5.3.2023 22:07
Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni annan leikinn í röð Spánarmeistarar Real Madrid þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 5.3.2023 22:07
Mourinho-lausir Rómverjar stukku upp í Meistaradeildarsæti Roma lyfti sér upp í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Juventus í kvöld. José Mourinho tók út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu. 5.3.2023 21:51
Sigríður Lára leggur skóna á hilluna Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu, aðeins 28 ára gömul. 5.3.2023 21:39
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 94-100 | Stólarnir að slíta sig frá Blikum Tindastóll vann mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 94-100. Liðin sitja í 5. og 6. sæti Subway-deildarinnar og með sigrinum náðu Stólarnir fjögurra stiga forskoti á Blika. 5.3.2023 21:14
Hákon skoraði er FCK vann risasigur í Íslendingaslag Hákon Arnar Haraldsson skoraði fimmta mark FC Kaupmannahafnar er liðið vann 7-0 risasigur gegn Aroni Elísi Þrándarsyni og félögum hans í OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 5.3.2023 20:25
Arsenal kom til baka og vann sinn fyrsta titil í fjögur ár Arsenal vann 3-1 sigur gegn Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins í dag og tryggði sér þar með sinn fyrsta titil í fjögur ár. 5.3.2023 18:47
Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur. 5.3.2023 18:23
Viggó skoraði sjö í þriðja sigri Leipzig í röð Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var næstmarkahæsti maður vallarins er Leipzig vann sterkan þriggja marka sigur gegn Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-34. 5.3.2023 18:05
Íslensk samvinna skilaði Lyngby öðrum sigri tímabilsins Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins er Lyngby vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 5.3.2023 17:54
Tíu Börsungar náðu tíu stiga forskoti Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur gegn Valencia í dag, en Börsungar þurftu að spila seinasta hálftímann manni færri. 5.3.2023 17:21
Nafnarnir skoruðu þrjú í stórsigri Norrköping Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu þrjú af fjórum mörkum Norrköping er liðið vann öruggan 4-0 útisigur gegn IFK Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 5.3.2023 17:01
Guðmundur Stephensen Íslandsmeistari í borðtennis eftir tíu ára fjarveru Guðmundur Eggert Stephensen snéri aftur á Íslandsmótið í borðtennis í dag eftir tíu ára fjarveru og gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í einliðaleik á ferlinum. 5.3.2023 16:48
Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. 5.3.2023 16:22
Man United áfram á toppnum Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli. 5.3.2023 16:01
Hildur og María lögðu toppliðið Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann 2-1 sigur á toppliði FC Twente. 5.3.2023 15:30
Gísli Þorgeir frábær í sigri á Refunum frá Berlín Ríkjandi meistarar Magdeburg tóku á móti toppliði Füchse Berlín í stórleik þýska handboltans í dag. Fór það svo að Magdeburg vann með fimm marka mun, lokatölur 34-29. Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær liði heimamanna. 5.3.2023 15:00
Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. 5.3.2023 14:31
Anton Sveinn á góðu skriði Sundmaðurinn Antonn Sveinn McKee endaði um helgina í öðru sæti í 200 metra bringusundi á Tyr-mótaröðinni. Anton Sveinn er í fínum málum fyrir Íslandsmeistaramótið sem fram fer í Laugardalslaug þann 1. til 3. apríl næstkomandi. 5.3.2023 13:46
Guðmann leggur skóna á hilluna Hinn 36 ára gamli Guðmann Þórisson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann tilkynnti það á sinn einstaka hátt á Instagram-síðu sinni. 5.3.2023 13:00
Mbappé markahæstur í sögu PSG Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið. 5.3.2023 12:31
Lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið Lucie Stefaniková kom, sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem haldið var í gær, laugardag, á heimavelli Stjörnunnar í Miðgarði. Það sem vakti hvað mesta athygli er að Lucie er komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn. 5.3.2023 12:00
Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. 5.3.2023 11:15
Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. 5.3.2023 10:30
Dagur Dan lék í markalausu jafntefli | Töp hjá Guðlaugi Victori og Þorleifi MLS-deildin í Bandaríkjunum er farin á fleygiferð að nýju og fór fjöldi leikja fram í nótt. Alls voru þrír Íslendingar í eldlínunni en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp CF Montréal að þessu sinni. 5.3.2023 10:01
Seinni bylgjan: Hver er þetta? „Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál. 5.3.2023 09:30
Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. 5.3.2023 08:00
Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. 5.3.2023 07:00
Dagskráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn, spæsnki körfuboltinn, NBA og rafíþróttir Það verður nóg um að vera á sportrásum Stö-var 2 í dag þar sem boðið verður upp á tíu beinar útsendingar frá morgni og langt fram eftir kvöldi. 5.3.2023 06:01
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4.3.2023 23:14
Sandra hlóð í þrennu gegn Íslandsmeisturunum | Blikar völtuðu yfir Aftureldingu Sandra María Jessen skoraði þrennu fyrir Þór/KA er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Birta Georgsdóttir einnig þrennu fyrir Breiðablik sem vann vægast sagt öruggan sigur gegn Aftureldingu, lokatölur 7-0. 4.3.2023 22:31
Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. 4.3.2023 22:26
Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð. 4.3.2023 21:47
Snæfríður sló tvö Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló tvö Íslandsmet á Vestur-Danmerkurmótinu í sundi í dag. 4.3.2023 21:11
Janus og Sigvaldi einu stigi frá deildarmeistaratitlinum Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28. 4.3.2023 20:33
Bayern endurheimti toppsætið Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma. 4.3.2023 20:03
Jón Dagur skoraði tvö og lagði upp eitt í langþráðum sigri Leuven Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var allt í öllu í liði OH Leuven er liðið vann langþráðan 4-2 sigur gegn Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 4.3.2023 19:41
Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld. 4.3.2023 19:28
„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. 4.3.2023 18:38
Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 4.3.2023 18:29
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur B 26-29 | Íslensku stelpurnar köstuðu frá sér sjö marka forskoti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. 4.3.2023 18:14
Árs bann þriggja heldri kylfinga staðfest Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér. 4.3.2023 18:08
Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4.3.2023 17:36
Úlfarnir fjarlægjast fallsvæðið eftir sigur gegn Tottenham | Brighton valtaði yfir West Ham Wolves vann virkilega sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Brighton afar öruggan 4-0 sigur gegn West Ham á sama tíma og Aston Villa lagði Crystal Palace, 1-0. 4.3.2023 17:19
Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. 4.3.2023 17:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn