Fleiri fréttir

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Mourinho-lausir Rómverjar stukku upp í Meistaradeildarsæti

Roma lyfti sér upp í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Juventus í kvöld. José Mourinho tók út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu.

Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum

Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur.

Tíu Börsungar náðu tíu stiga forskoti

Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur gegn Valencia í dag, en Börsungar þurftu að spila seinasta hálftímann manni færri.

Nafnarnir skoruðu þrjú í stórsigri Norrköping

Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu þrjú af fjórum mörkum Norrköping er liðið vann öruggan 4-0 útisigur gegn IFK Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín

Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.

Man United áfram á toppnum

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli.

Hildur og María lögðu topp­liðið

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann 2-1 sigur á toppliði FC Twente.

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri á Refunum frá Ber­lín

Ríkjandi meistarar Magdeburg tóku á móti toppliði Füchse Berlín í stórleik þýska handboltans í dag. Fór það svo að Magdeburg vann með fimm marka mun, lokatölur 34-29. Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær liði heimamanna.

Arsenal skorað flest sigur­mörk í upp­bótar­tíma á leik­tíðinni

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth.

Anton Sveinn á góðu skriði

Sundmaðurinn Antonn Sveinn McKee endaði um helgina í öðru sæti í 200 metra bringusundi á Tyr-mótaröðinni. Anton Sveinn er í fínum málum fyrir Íslandsmeistaramótið sem fram fer í Laugardalslaug þann 1. til 3. apríl næstkomandi.

Guð­mann leggur skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Guðmann Þórisson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann tilkynnti það á sinn einstaka hátt á Instagram-síðu sinni.

Mbappé marka­hæstur í sögu PSG

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið.

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Seinni bylgjan: Hver er þetta?

„Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál.

Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83.

Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna

Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð.

Janus og Sig­valdi einu stigi frá deildar­meistara­titlinum

Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Bayern endurheimti toppsætið

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma.

„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok.

Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Árs bann þriggja heldri kylfinga stað­fest

Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér.

Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga

Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Sjá næstu 50 fréttir