Fleiri fréttir

Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á

Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár.

Karlalið Vals lið ársins

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Þórir þjálfari ársins annað árið í röð

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Haraldur Ingólfsson fyrsti Íþróttaeldhugi ársins

Haraldur Ingólfsson var í kvöld útnefndur Íþróttaeldhugi ársins, fyrstur allra. frá þessu var greint á kjöri íþróttamanns ársins. Haraldur starfar fyrir allar deildir Íþróttafélagsins Þórs og sinnir mjög stóru hlutverki hjá kvennaliði Þór/KA.

Pelé er látinn

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn.

Kóreumenn stóðu í Pólverjum í æfingaleik fyrir HM

Suður-Kórea mátti þola fjögurra marka tap er liðið mætti Pólverjum í æfingaleik fyrir HM í handbolta, 31-27. Kóreumenn verða með okkur Íslendingum í D-riðli þegar HM hefst eftir tæpar tvær vikur.

Áramótabomba í Breiðholtinu

Gambíski framherjinn Omar Sowe er genginn í raðir Lengjudeildarliðs Leiknis R. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Berlusconi vill Maldini

Silvio Berlusconi, forseti ítalska A-deildarliðsins Monza, vill styrkja leikmannahóp þess fyrir komandi átök á nýju ári í janúarglugganum. Hann lítur nú til sonar gamals félaga.

Bjarni hitti í Mark hjá Arnari Þór

Bjarna Mark Antonssyni hefur verið bætt við hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Svíþjóð og Eistlandi á Algarve í næsta mánuði.

„Tómur“ Hamilton sá eini sem tók ekki þátt

Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur lýst yfir tómleika tilfinningu eftir nýafstaðna leiktíð í Formúlu 1. Hann segir þetta fyrstu leiktíðina frá því hann var barn sem hann fagnar ekki einum einasta sigri.

Haaland slátraði rúmlega 20 ára gömlu meti

Erling Haaland skoraði tvö marka Manchester City í öruggum 3-1 sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann setti þar með met í deildinni.

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem í­þrótta­maður verður þú að leyfa þér að dreyma“

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið

Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing.

„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“

Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn.

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­­vík-Fjölnir 107-78 | Þægi­legur Kefla­víkur­sigur í til­þrifa­litlum leik

Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil.

Sjá næstu 50 fréttir