Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 22:27 Hildur Björg sveiflar tveimur af 14 stigum sínum ofan í körfuna gegn Njarðvík Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. „Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
„Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55