Fleiri fréttir

Haaland slátraði rúmlega 20 ára gömlu meti

Erling Haaland skoraði tvö marka Manchester City í öruggum 3-1 sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann setti þar með met í deildinni.

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem í­þrótta­maður verður þú að leyfa þér að dreyma“

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið

Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing.

„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“

Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn.

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­­vík-Fjölnir 107-78 | Þægi­legur Kefla­víkur­sigur í til­þrifa­litlum leik

Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil.

Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa

Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna.

„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“

Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan.

Sara Odden aftur á Ás­velli

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Sara Odden hefur samið við liðið á nýjan leik og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils hið minnsta.

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Dæmdur svindlari sakar aðra um svindl

Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus, segir Roma hafa með hjálp knattspyrnuyfirvalda stolið ítalska meistaratitlinum af fyrrnefnda félaginu tímabilið 2000-2001.

Dæmalaus Doncic skrifar söguna

Slóveninn Luka Doncic heldur áfram að gera magnaða hluti í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs. Hann sýndi eina bestu einstaklingsframmistöðu sem sést hefur í nótt og skráði sig í sögubækurnar.

„Hann er betri en Mbappé og Haaland“

Iván Zamorano, fyrrum framherji Inter Milan og Real Madrid, segir ungstirni Manchester City, Julián Álvarez, hafa upp á meira að bjóða en tveir bestu framherjar heims.

Þjálfarinn hvorki séð né heyrt frá Ramsey eftir HM

Lucien Favre, þjálfari Nice í Frakklandi, hefur ekkert heyrt frá velska miðjumanninum Aaron Ramsey eftir að velska landsliðið féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í Katar fyrir tæpum mánuði síðan.

Skalf af stressi þegar hann hitti Messi

Alexis Mac Allister, nýkrýndur heimsmeistari og leikmaður Brighton Hove & Albion á Englandi, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann mætti fyrst á landsliðsæfingar með stjörnunni Lionel Messi.

Lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi

Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV í Olís deild karla í handbolta, sem óvænt var lánaður til Alpla Hard í Austurríki tímabundið í vetur segir það hafa verið lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi.

Heimsmeistarinn úr leik í 32-manna úrslitum

Peter Wright, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, mun ekki verja heimsmeistaratitilinn. Wright féll úr leik gegn Belganum Kim Huybrechts í 32-manna úrslitum í kvöld.

Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn

Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Alfons genginn til liðs við Twente

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er genginn til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Alfons gerir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði

Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar.

Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir