Körfubolti

„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka hélt að hann hefði unnið leikinn þegar hann skoraði undir lok fjórða leikhluta.
Luka hélt að hann hefði unnið leikinn þegar hann skoraði undir lok fjórða leikhluta. Tim Heitman/Getty Images

Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan.

New York Knicks var með pálmann í höndunum gegn Dallas Mavericks í nótt og ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega frammistöðu luka hefði Knicks án efa unnið þægilegan sigur. Quentin Grimes skoraði 33 stig í liði Knicks á meðan Julius Randle skoraði 29 og tók 18 fráköst. Það dugði þó ekki þar sem Luka kom, sá og sigraði svo vægt sé tekið til orða.

„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig,“ sagði Luka í viðtali að leik loknum. Hann sagði jafnframt að það hefði verið heppnisstimpill fyrir körfunni sem jafnaði metin undir lok fjórða leikhluta.

„Við vorum tæpum tíu stigum undir það voru í kringum tvær mínútur eftir af leiknum, þetta var frábær liðssigur. Það er frábært [að hafa unnið nokkra leiki í röð], við þurftum á því að halda. Eigum leiki fram að áramótum sem við eigum að vinna ef við spilum af sömu orku,“ sagði Slóveninn einnig.

Luka hélt hann hefði tryggt Dallas sigurinn undir lok fjórða leikhluta. Hann gerði það svo í framlengingu.

Pau Gasol átti engin orð til að lýsa frammistöðu Dončić.

Endurkoma Dallas var, líkt og frammistaða Luka, einstök.

Eigandi Dallas hefur aldrei séð annað eins.

Kendrick Perkins segir þetta án alls efa eina albestu frammistöðu sem hann hefur séð.

Dick Vitale tók í sama streng.

Toni Kroos, fyrrverandi þýskur landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, átti engin orð.

Fyrrum samherji segir Luka langt frá því eðlilegan.

Kevin Durant líkti frammistöðunni við eitthvað sem gerist í tölvuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×