Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 22:46 Íþróttaeldhugi ársins verður útnefndur úr röðum sjálfboðaliða, samhliða vali á Íþróttamanni ársins. Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán. Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira
Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán.
• Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands.
Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira