Fleiri fréttir

Lék eftir frægt box-fagn Roon­ey

JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi.

Lög­mál leiksins: „Lykt af hræsni?“

Lið Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta lyktar af hræsni. Farið verður yfir af hverju í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2.

Valsmenn án lykilmanna á morgun

Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

„Við erum Rocky Bal­boa þessa heims­meistara­móts“

Marokkó hefur lokað nær öllum leiðum fyrir andstæðinga sína á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og varð, eftir sigra á Spáni og Portúgal, fyrsta Afríkuþjóðin til að komast alla leið í undanúrslitin á HM.

Rodrygo bað Neymar afsökunar

Brasilíumenn eru enn að jafna sig eftir áfallið á föstudaginn þegar Króatar slógu þá út úr átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Segir Gísla og Ómar Inga tvo af fimm bestu leikmönnum heims

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu

Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta.

Umdeildur dómari sendur heim af HM

Spænski dómarinn Mateu Lahoz dæmir ekki fleiri leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar þrátt fyrir að það séu fjórir leikir eftir og Spánverjar úr leik.

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.

Efast um að það sé nokkuð gaman að vera leikmaður Stjörnunnar í dag

„Ég held að það sé ekkert voðalega skemmtilegt að vera leikmaður í Stjörnunni núna, það er bara þungt yfir þessu einhvernveginn,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í síðasta þætti þar sem meðal annars var farið yfir gengi Stjörnuliðsins undanfarnar vikur.

Lovísa í norsku úrvalsdeildina

Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.

„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið.

Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn.

Dagný bætti upp fyrir vítaklúður og Sara lagði upp á Ítalíu

Íslenskar landsliðskonur voru áberandi í nokkrum af stærstu deildum Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði í 0-2 útisigri West Ham í ensku Ofurdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp í 2-4 útisigri Juventus í ítölsku A-deildinni.

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Aron skoraði tvö er Álaborg tyllti sér á toppinn

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-24. Með sigrinum komu Aron og félagar sér á topp deildarinnar.

Bikarmeistararnir í undanúrslit

Bikarmeistarar Stjörnunnar urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið vann sex stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms, 98-92.

Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans.

Sjá næstu 50 fréttir