Fjórtán og fimmtán ára stelpur frábærar þegar 1. deildarlið komust í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 12:31 Adda Sigríður Ásmundsdóttir er enn bara í níunda bekk en hér má einnig sjá Stjörnustelpurnar fagna sigri. Instagram/Snæfell og Stjarnan Kornungar körfuboltakonur voru heldur betur í sviðsljósinu um helgina þegar átta liða úrslit VÍS bikar kvenna í körfubolta fóru fram. 1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst. VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.
VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira