„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 15:31 Óðinn Þór er að gera gott mót í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira